Nýbreytni í þjónustu heilsugæslunnar
Komið hefur verið á fót meðferðarteymi við Heilsugæslustöðina í Grafarvogi og er markmiðið að veita geð- og sálfélagslega þjónustu vegna vanda barna og fjölskyldna þeirra. Er þetta gert í samræmi við áherslur heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytisins sem lagt hefur áherslu á þennan þátt og undirbúið þjónustu af þessu tagi um hríð þar sem talið var að einmitt á þessu sviði skorti meðferðarúrræði. Varð Heilsugæslustöðin í Grafarvogi fyrir valinu þar sem stöðin sinnir fjölmennasta barnahverfi landsins.