Hoppa yfir valmynd
19. október 2000 Dómsmálaráðuneytið

Nýtt húsnæði sýslumannsins á Stykkishólmi

Fréttatilkynning



Dómsmálaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, mun vígja nýtt húsnæði embættis sýslumannsins á Stykkishólmi föstudaginn 20. október nk. kl. 14:00, en fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin þann 28. janúar 1999. Húsið er teiknað á Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga en Trésmíðaverkstæði Pálmars Einarssonar, Grundarfirði, var verktaki húsbyggingarinnar.
Með nýja húsinu færist öll starfsemi embættisins á Stykkishólmi undir sama þak og aðstaða sýslumanns og lögreglu gjörbreytist. Fjölmiðlum er boðið að taka ljósmyndir við vígsluna.


Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
19. október 2000.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta