Samningur við Kína um ættleiðingar
Fréttatilkynning
nr. 24/2001
Kínverska félagsmálaráðuneytið hefur nú formlega staðfest samkomulag milli Íslands og Kínverska alþýðulýðveldisins um fyrirkomulag á ættleiðingum Íslendinga á börnum frá Kína og hefur samkomulagið þegar tekið gildi.
Viðræður um þetta samkomulag hafa staðið í nokkurn tíma, en segja má að setning nýrra ættleiðingarlaga hér á landi og aðild Íslands að Haagsamningnum um ættleiðingar milli ríkja hafi gert það mögulegt að koma á traustu verklagi varðandi ættleiðingar, sem bæði ríkin geti fellt sig við.
Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
24. júlí 2001.
24. júlí 2001.