Hoppa yfir valmynd
10. mars 2005 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Afkoma ríkissjóðs í janúar 2005. Greinargerð: 10. mars 2005

Afkoma ríkissjóðs í janúar 2005 (PDF 107K)

Mánaðaruppgjör ríkissjóðs fyrir janúarmánuð liggur nú fyrir. Þar sem uppgjörið nær aðeins til eins mánaðar er samanburður við fyrra ár háður óvissu vegna tilfærslu milli mánaða og á það jafnt við um tekjur og útgjöld. Þetta getur valdið óeðlilega miklum sveiflum í einstökum liðum.

Samkvæmt uppgjörinu var breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 2,7 milljarða króna í mánuðinum, sem er 4,4 milljörðum hagstæðari útkoma heldur en í janúar í fyrra. Útkoman er því sem næst í samræmi við áætlanir. Tekjur reyndust um 6,4 milljörðum hærri en í fyrra en gjöldin hækka um 0,6 milljarða. Hreyfingar á viðskiptareikningum urðu 1,3 milljörðum króna óhagstæðari. Hreinn lánsfjárjöfnuður var jákvæður um 5,9 milljarða króna en var neikvæður um 2,2 milljarða í fyrra. Hagstæðari staða nú skýrist einkum af hærri innheimtum afborgunum og jákvæðari tekjujöfnuði heldur en í fyrra.

Heildartekjur ríkissjóðs námu 29,9 milljörðum króna og hækkuðu um 6,4 milljarða króna frá fyrra ári eða um 27%. Skatttekjur ríkissjóðs námu 28,4 milljörðum króna sem er 28,8% hækkun frá síðasta ári eða um 23,8% meiri innheimta að raungildi. Innheimta skatta á tekjur og hagnað nam 16,3 milljörðum króna og hækkaði um 33,5% frá árinu á undan. Munar þar mestu um aukna innheimtu fjármagnstekjuskatts en í janúar nam hún 8,8 milljörðum króna sem er 54,3% aukning frá sama tímabili árið á undan. Innheimta tryggingagjalda hækkaði einnig frá fyrra ári eða um 35,4%. Til samanburðar má nefna að launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði um 6,6% á sama tímabili. Innheimta veltuskatta ríkissjóðs jókst um 14,6% frá sama tíma í fyrra eða um 10,2% að raungildi. Þar af vegur aukin innheimta virðisaukaskatts þyngst eða 11,9%. Innheimta vörugjalda af ökutækjum jókst einnig mikið eða um 90,9% sem endurspeglar hliðstæða aukningu í innflutningi bifreiða, en í janúarmánuði fjölgaði nýskráningum bifreiða um 88,3% frá sama tíma í fyrra. Innheimta þungaskatts jókst jafnframt um 26,2%.

Greidd gjöld janúarmánaðar eru 25,3 milljarðar króna og hækka um 0,6 milljarða frá fyrra ári, eða um 2,4%. Aukningin kemur nær alfarið fram í vaxtagreiðslum sem hækka um 1,3 milljarða. Á móti vegur lækkun greiðslna til almannatrygginga um 1,2 milljarða og til landbúnaðarmála um 0,7 milljarða króna. Hér er um tilfærslu milli mánaða að ræða.

Lántökurnámu 11,6 milljörðum króna og runnu til að fjármagna 9 milljarða afborgun langtímaláns og 2,6 milljarða forinnlausn spariskírteina. Að auki voru stutt innlend lán greidd niður um 3,4 milljarða króna. Handbært fé ríkissjóðs jókst um 0,3 milljarða í janúar 2005.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar

(Í milljónum króna)

2001

2002

2003

2004

2005

Innheimtar tekjur.............................................

17.579

18.622

19.202

24.204

29.894

Greidd gjöld....................................................

15.748

17.874

19.485

24.737

25.338

Tekjujöfnuður.................................................

1.831

748

-283

-533

4.556

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. ....................

-21

-15

-

-672

-

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda........

-2.041

-1.275

-3.359

-590

-1.901

Handbært fé frá rekstri..................................

-231

-542

-3.642

-1.795

2.655

Fjármunahreyfingar.......................................

369

389

644

204

3.219

 

 

 

Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................

138

-153

-2.998

-1.591

5.874

 

 

 

 

 

 

Afborganir lána..............................................

-447

-389

-324

-17

-11.135

   Innanlands....................................................

-447

-389

-324

-17

-2.142

   Erlendis.........................................................

-

-

-

-

-8.994

 

 

 

 

 

 

Greiðslur til LSR og LH.................................

-1.250

-750

-625

-625

-

 

 

 

 

 

 

Lánsfjárjöfnuður. brúttó................................

-1.559

-1.292

-3.947

-2.233

-5.261

 

 

 

 

 

 

Lántökur.........................................................

3.369

4.400

5.964

7.674

5.563

   Innanlands....................................................

3.370

4.418

5.979

8.012

-3.431

   Erlendis........................................................

-1

-15

-14

-338

8.994

 

 

 

 

 

 

Greiðsluafkoma ríkissjóðs............................

1.810

3.107

2.017

5.442

302


Tekjur ríkissjóðs janúar

(Í milljónum króna)

 

 

 

 

Breyting frá fyrra ári. %

 

2003

2004

2005

2002

2003

2004

2005

Skatttekjur í heild............................

18.216

22.028

28.367

5,9

3,3

20,9

28,8

   Skattar á tekjur og hagnað.........

11.230

12.204

16.295

20,5

5,5

8,7

33,5

     Tekjuskattur einstaklinga............

6.072

6.149

7.045

17,4

13,2

1,3

14,6

     Tekjuskattur lögaðila...................

-19

319

397

-76,7

-116,3

-1.745,3

24,4

     Skattur á fjármagnstekjur o.fl.....

5.177

5.736

8.852

37,6

0,4

10,8

54,3

  Tryggingagjöld..............................

1.401

1.998

2.705

2,3

-23,5

42,6

35,4

  Eignarskattar.................................

436

454

929

-37,4

16,0

4,1

104,8

  Skattar á vöru og þjónustu...........

5.119

7.332

8.405

-11,8

8,0

43,2

14,6

     Virðisaukaskattur..........................

2.490

4.387

4.908

-15,9

-6,1

76,2

11,9

 Aðrir óbeinir skattar.........................

2.628

2.946

3.497

-6,1

25,9

12,1

18,7

       Þar af:

 

 

 

 

 

 

 

       Vörugjöld af ökutækjum............

201

318

607

-31,9

18,9

58,2

90,9

       Vörugjöld af bensíni...................

510

782

818

0,2

-7,4

53,3

4,6

       Þungaskattur.............................

247

187

236

-25,1

27,3

-24,3

26,2

       Áfengisgjald og tóbaksgjald.....

819

813

793

3,8

101,7

-0,7

-2,5

       Annað.........................................

852

845

1.043

-1,3

11,1

-0,8

23,4

  Aðrir skattar...................................

30

40

33

-9,3

-21,6

35,7

-17,2

Aðrar tekjur......................................

986

1.506

1.527

5,9

-0,9

52,7

1,4

 Tekjur alls........................................

19.22

29.894

5,9

3,1

22,6

27,0

Gjöld ríkissjóðs janúar 2005

(Í milljónum króna)

 

 

 

 

 Breyting frá fyrra ári. %

 

 

2003

2004

2005

2002

2003

2004

2005

Almenn mál......................................

1.734

2.534

2.760

25,1

-5,1

46,1

8,9

Almenn opinber mál........................

1.091

1.434

1.642

30,8

-13,7

31,4

14,5

Löggæsla og öryggismál.................

642

1.100

1.118

14,0

14,1

71,2

1,6

Félagsmál.........................................

12.491

17.010

16.737

19,6

21,3

36,2

-1,6

Þar af: Fræðslu- og menningarmál...

2.967

4.974

5.399

19,5

3,3

67,6

8,5

Heilbrigðismál..........................

4.355

5.986

6.451

20,9

8,7

37,4

7,8

Almannatryggingamál..............

4.615

5.274

4.107

11,7

64,4

14,3

-22,1

Atvinnumál.......................................

2.204

3.289

2.639

-6,4

-18,2

49,2

-19,8

Þar af: Landbúnaðarmál....................

808

1.486

793

-29,7

-18,5

84,1

-46,6

Samgöngumál.........................

842

1.176

1.199

39,9

-18,1

39,6

2,0

Vaxtagreiðslur.................................

1.679

909

2.190

5,4

-9,2

-45,8

140,9

Aðrar greiðslur................................

1.377

995

1.012

15,5

14,0

-27,7

1,7

Greiðslur alls...................................

19.485

24.737

25.338

13,5

9,0

27,0

2,4



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta