Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2024 Utanríkisráðuneytið

Aukinn stuðningur við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna

Matthías G. Pálsson, fastafulltrúi Íslands hjá alþjóðastofnunum í Róm, undirritaði samninginn ásamt Cindy McCain, framkvæmdastjóra WFP. - myndWFP

Nýr rammasamningur um áframhaldandi stuðning íslenskra stjórnvalda við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) til næstu fimm ára var undirritaður í Róm í dag. Matthías G. Pálsson, fastafulltrúi Íslands hjá alþjóðastofnunum í Róm, undirritaði samninginn ásamt Cindy McCain, framkvæmdastjóra WFP.

Samkvæmt samningnum nemur kjarnaframlag íslenskra stjórnvalda til WFP að minnsta kosti 200 milljónum króna árlega á tímabilinu 2024-2028.

„Þörfin fyrir mannúðaraðstoð á heimsvísu er mjög mikil og án aðgerða er útlit fyrir að hún haldi áfram að aukast. Vegna átaka, loftslagsbreytinga og afleiðinga heimsfaraldurs hefur þeim lifa við hungur fjölgað undanfarin ár og við slíkar aðstæður er lykilatriði að samstarfsstofnanir okkar í mannúðarmálum geti veitt aðstoð þar sem þörfin er mest hverju sinni. Með tilkomu þessa nýja samnings veitir Ísland þessari lykilsamstarfsstofnun á sviði fæðuöryggis í heiminum bæði sveigjanleika og fyrirsjáanleika í framlögum í samræmi við bestu starfshætti,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.

WFP er stærsta stofnun Sameinuðu þjóðanna á sviði matvælaaðstoðar og fæðuöryggis. Um 80 prósent verkefna WFP teljast til neyðar- og mannúðaraðstoðar og 20 prósent sem þróunarsamvinna. WFP er áherslustofnun í mannúðarstarfi Íslands en stjórnvöld vinna einnig með stofnuninni í tvíhliða þróunarsamvinnu.

 
  • Aukinn stuðningur við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta