Hoppa yfir valmynd
20. nóvember 2012 Innviðaráðuneytið

Ráðherra sveitarstjórnarmála Eistlands heimsækir innanríkisráðherra

Sendinefnd frá innanríkisráðuneyti Eistlands og sveitarstjórnaryfirvöldum landsins er nú í heimsókn á Íslandi en fyrir henni fer innanríkisráðherra Eistlands, Siim Kiisler, ráðherra sveitarstjórnarmála landsins. Auk heimsóknar í innanríkisráðuneytið hefur hópurinn heimsótt Samband íslenskra sveitarfélaga, Alþingi og nokkur sveitarfélög.

Ögmundur Jónasson og eistneskur starfsbróðir hans, Siim Kiisler, sem fór fyrir sendinefnd Eistlendinga sem heimsótti ráðuneytið.
Ögmundur Jónasson og eistneskur starfsbróðir hans, Siim Kiisler, sem fór fyrir sendinefnd Eistlendinga sem heimsótti ráðuneytið.

Í sendinefndinni eru auk ráðherrans nokkrir sérfræðingar innanríkisráðuneytis Eistlands sem fer með málefni sveitarstjórnarstigsins á sama hátt og hérlendis. Einnig fulltrúar frá fjármálaráðuneyti landsins og frá samtökum sveitarstjórna í landinu. Hópurinn heimsótti innanríkisráðuneytið í gær, mánudag, og ræddi þá við sérfræðinga á sviði sveitarstjórnarmála og síðan aftur í dag og átti þá fund með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra og Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra.

Þá hefur hópurinn átt viðræður við fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga og á morgun heldur hann í heimsókn til Hveragerðis og Árborgar.

Fulltrúar innanríkisráðuneytis og sveitarstjórnaryfirvalda Eistlands heimsóttu innanríkisráðuneytið.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta