Fjármálastöðugleikaráð - fundargerð frá 1. apríl
Fundur haldinn í fjármála- og efnahagsráðuneyti.
Fundinn sátu: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, formaður, Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu fjármálamarkaðar í fjármála- og efnahagsráðuneyti, Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands, Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins og Tinna Finnbogadóttir, ritari fjármálastöðugleikaráðs.
Fundur hefst 11:07 1. apríl 2019
- Kynning formanns kerfisáhættunefndar á helstu þáttum greinargerðar hennar
a. Formaðurinn setti þann fyrirvara við kynningu á greinargerðinni að aðstæður hefðu breyst þó nokkuð frá því að kerfisáhættunefnd fundaði, ekki síst í ljósi rekstrarstöðvunar WOW air hf. Í greinargerð kerfisáhættunefndar hafði verið fjallað um að áhættan í fjármálakerfinu væri enn tiltölulega hófleg en líkur á að hún myndi aukast væru meiri en oft áður. Gerð var grein fyrir áhrifum rekstrarstöðvunar WOW air hf. á hagspá Seðlabanka Íslands auk þeirra áhrifa sem vænta má af loðnubresti. Rætt var um að þrátt fyrir nýliðna atburði hefði gengi krónunnar verið tiltölulega stöðugt. - Sameiginleg áfallsæfing Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í janúar 2019
a. Aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins fór yfir niðurstöður úr sameiginlegri áfallsæfingu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem Fjármálaeftirlitið, Seðlabanki Íslands og fjármála- og efnahagsráðuneytið tóku þátt í í janúar sl. Stofnanirnar vinna sjálfstætt og með ráðgjöfunum sem stýrðu æfingunni og eftirlitsaðilum frá hinum löndunum að samantektum um æfinguna og lærdóm sem draga má af henni. - Ársfjórðungsleg ákvörðun um sveiflujöfnunarauka
a. Samþykkt tillaga um óbreyttan sveiflujöfnunarauka - Árleg endurskoðun eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki
a. Tillaga um óbreyttan eiginfjárauka samþykkt. - Önnur mál
a. Fréttatilkynning samþykkt.
Fundi slitið 11:50