Hoppa yfir valmynd
7. maí 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálastöðugleikaráð - fundargerð frá 1. apríl

Fundur haldinn í fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Fundinn sátu: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, formaður, Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu fjármálamarkaðar í fjármála- og efnahagsráðuneyti, Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands, Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins og Tinna Finnbogadóttir, ritari fjármálastöðugleikaráðs.

Fundur hefst 11:07 1. apríl 2019

  1. Kynning formanns kerfisáhættunefndar á helstu þáttum greinargerðar hennar
    a. Formaðurinn setti þann fyrirvara við kynningu á greinargerðinni að aðstæður hefðu breyst þó nokkuð frá því að kerfisáhættunefnd fundaði, ekki síst í ljósi rekstrarstöðvunar WOW air hf. Í greinargerð kerfisáhættunefndar hafði verið fjallað um að áhættan í fjármálakerfinu væri enn tiltölulega hófleg en líkur á að hún myndi aukast væru meiri en oft áður. Gerð var grein fyrir áhrifum rekstrarstöðvunar WOW air hf. á hagspá Seðlabanka Íslands auk þeirra áhrifa sem vænta má af loðnubresti. Rætt var um að þrátt fyrir nýliðna atburði hefði gengi krónunnar verið tiltölulega stöðugt. 
  2.  Sameiginleg áfallsæfing Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í janúar 2019
    a. Aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins fór yfir niðurstöður úr sameiginlegri áfallsæfingu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem Fjármálaeftirlitið, Seðlabanki Íslands og fjármála- og efnahagsráðuneytið tóku þátt í í janúar sl. Stofnanirnar vinna sjálfstætt og með ráðgjöfunum sem stýrðu æfingunni og eftirlitsaðilum frá hinum löndunum að samantektum um æfinguna og lærdóm sem draga má af henni.
  3. Ársfjórðungsleg ákvörðun um sveiflujöfnunarauka
    a. Samþykkt tillaga um óbreyttan sveiflujöfnunarauka
  4. Árleg endurskoðun eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki
    a. Tillaga um óbreyttan eiginfjárauka samþykkt.
  5.  Önnur mál
    a. Fréttatilkynning samþykkt.

Fundi slitið 11:50


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta