Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2012

Félagsvísar: Mikilvægar upplýsingar um samfélagið

Stórhöfðaviti
Stórhöfðaviti

StórhöfðavitiFélagsvísar eru safn tölfræðilegra upplýsinga sem varpa ljósi á þjóðfélagsástandið á hverjum tíma og ólíkar aðstæður ýmissa þjóðfélagshópa.

Velferðarráðuneytið birti í fyrsta sinn slíka félagsvísa á vef ráðuneytisins fyrir skemmstu. Markmiðið er að hafa slíkar upplýsingar aðgengilegar á einum stað og auðvelda þannig stjórnvöldum og almenningi að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu.

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, segir að fyrir liggi að taka ákvörðun um það hvernig verkinu verði viðhaldið og tryggt verði að upplýsingunum verði framvegis safnað og þæ gerðar aðgengilegar. Félagsvísarnir verði stjórnvöldum ómetanlegt tæki til þess að meta áhrif opinberra aðgerða á ólíka hópa í samfélaginu, sjá hvaða hópar standi verst á hverjum tíma og í hverju vandi þeirra sé fólginn.

Félagsvísarnir ná yfir tímabilið 2000 til 2010 og eiga sér fyrirmynd í árlegum skýrslum OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Þar er meðal annars að finna upplýsingar um þróun greiðslubyrði eftir tekjuhópum, kyni og fjölskyldugerð.

Nánari umfjöllun og aðgang að sjálfum félagsvísunum er að finna á vef velferðarráðuneytisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta