Hoppa yfir valmynd
9. mars 2012

Skatttekjur ríkisins lækka sem hlutfall af landsframleiðslu

Tekjur ríkissjóðs hlutfall af VLF
Tekjur ríkissjóðs hlutfall af VLF

Nýjar tölur Hagstofunnar um fjármál hins opinbera sýna greinilega hversu tekjur ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu hafa lækkað frá árunum fyrir hrun.  Árið 2011 námu tekjur ríkissjóðs 30,4 prósentum af landsframleiðslu samanborið við 35,4 prósentum árið 2005.

Á sama hátt og tekjur ríkisins hafa lækkað sem hlutfall af landsframleiðslu hafa gjöldin einnig lækkað. Hafa verður í huga að gjöld ríkissjóðs árið 2008 voru óeðlilega há vegna tapaðra krafa sem bundnar voru í veðlánum Seðlabankans. Þrátt fyrir að hlutfallið hafi lækkað eru gjöld ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu enn nokkru hærri en á árunum fyrir hrun. Aukinn hagvöxtur mun skapa svigrúm til að þetta gjaldahlutfall muni lækka frekar á komandi árum.

Tekjur ríkissjóðs hlutfall af VLF

Nánari upplýsingar um fjárhag ríkisins og einnig sveitarfélaga má finna á vef Hagstofunnar.

Hér til hliðar má sjá tekjur ríkissjóðs sem % af vergri landsframleiðslu (VLF) og einnig gjöld ríkissjóðs sem % af vergri landsframleiðslu (VLF).

Gjöld ríkisssjóðs prósenta af VLF

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta