Hoppa yfir valmynd
19. júní 2020 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ferðagjöfin afhent Íslendingum

Ferðagjöfin til Íslendinga er nú aðgengileg

Ferðagjöfin er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda og liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins. Þannig er greinin efld samhliða því að landsmenn eru hvattir til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðs vegar um landið.

Á vef Ferðamálastofu ferdalag.is má sjá þau fyrirtæki sem hyggjast taka á móti Ferðagjöfinni, þar með talin hótel, gistiheimili, afþreyingarfyrirtæki, bílaleigur og veitingastaði auk þess sem þar er hægt að sjá ýmis tilboð í tengslum við verkefnið. Enn er hægt að skrá fyrirtæki til leiks.

Einstaklingar með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og eru fæddir árið 2002 eða fyrr fá rafræna Ferðagjöf að upphæð 5000 kr. Þeir sem ekki nýta Ferðagjöfina geta gefið hana áfram, en hver einstaklingur getur notað að hámarki 15 gjafir. Hægt er að nota Ferðagjöfina til næstu áramóta.

Allar nánari upplýsingar má finna á ferdagjof.island.is

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra:

„Það er mjög ánægjulegt að þessari ívilnun í þágu ferðalaga innanlands hafi nú verið hleypt af stokkunum. Einn og hálfur milljarður er töluverð fjárhæð og þó að hlutur hvers og eins skipti kannski ekki sköpum fyrir einstaklinginn felst í honum er þetta ótvíræð hvatning um að nýta þá fjölbreyttu og góðu þjónustu sem íslensk ferðaþjónusta hefur upp á að bjóða. Ég þakka öllum sem unnu hörðum höndum að tæknilegri útfærslu á verkefninu og ég vona að þetta íslenska ferðasumar verði okkur sem flestum bæði ánægjulegt og eftirminnilegt.“

Hægt er að nálgast Ferðagjöfina með rafrænum skilríkum eða íslykli á ferdagjof.island.is

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
14. Líf í vatni
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
8. Góð atvinna og hagvöxtur
9. Nýsköpun og uppbygging

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta