Föstudagspósturinn 7. október 2022
Heil og sæl.
Af utanríkisþjónustunni er þetta helst að frétta úr vikunni.
Íslensk stjórnvöld komu í vikunni hörðum mótmælum formlega á framfæri við rússnesk stjórnvöld við ólöglegri innlimun héraða í Úkraínu og marklausum atkvæðagreiðslum sem þar voru haldnar. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu boðaði Mikhaíl Noskov, sendiherra Rússlands, á fund þar sem hann áréttaði fordæmingu Íslands á tilraunum Rússlands til að innlima úkraínskt landssvæði. Um ólöglegan gjörning væri að ræða sem Ísland viðurkenndi ekki undir neinum kringumstæðum. Þá brytu atkvæðagreiðslur sem haldnar voru í fjórum héruðum í austurhluta Úkraínu algerlega í bága við alþjóðalög. Þessi framganga, auk óábyrgra hótana um beitingu kjarnavopna, væru alvarlegasta stigmögnun átakanna frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar sl.
The 🇮🇸 @MFAIceland strongly supports International Law https://t.co/RC5QZjgY9s
— Iceland in Moscow 🇮🇸 (@IcelandinMoscow) October 3, 2022
Áður hafði ráðherra tjáð sig um málið á Twitter.
Strongly condemn the illegitimate sham "referenda" that were staged in military occupied territories of Ukraine under constant threat of violence. There are no "results" from this shameful distortion of the concept of democracy.
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) September 29, 2022
Russia's claimed annexation of Ukrainian oblasts will never be accepted. 🇮🇸 continues to #StandbyUkraine 🇺🇦
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) September 30, 2022
Skemmdir á Nord Stream gasleiðslunum voru í brennidepli á fjarfundi varnarmálaráðherra þátttökuríkja í Sameiginlegu viðbragðssveitinni (Joint Expeditionary Force, JEF) sem fram fór á mánudag. Sameiginleg yfirlýsing var gefin út á fundinum þar sem skemmdarverkin eru harðlega fordæmd.
„Samráð á vettvangi JEF er mikilvægur liður í að efla stöðuvitund og stilla saman strengi við Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin, Bretland og Holland. Það er ríkur vilji í þessum hópi til að styðja Dani, Svía og Þjóðverja við rannsókn málsins, efla samstarf um að verja lykilinnviði og auka stöðugleika á þessu svæði,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sem tók þátt í fundinum.
Þá birtum við einnig stutta færslu um tvo nýja sendiherra sem nýlega bættust í diplómatahópinn með aðsetur hér í Reykjavík.
Sendiráð okkar í París og Washington buðu þá einnig velkomna.
Toutes nos félicitations @GuillaumeBazard ! Nous nous réjouissons de notre future collaboration dans le renforcement des relations bilatérales entre la France 🇫🇷 et I´Islande 🇮🇸 @FranceenIslande https://t.co/DMrzX5dFyq
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) October 4, 2022
🇺🇸🇮🇸 relations are strong and the friendship between our two peoples is deep and long-lasting. Excellent news that Ambassador Patman has now presented credentials in Reykjavík.👏@USAmbIceland https://t.co/kp1pIs5cuO
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) October 6, 2022
En þá að sendiskrifstofum okkar.
Norrænu sendiráðin gagnvart Hollandi stóðu í lok september fyrir málstofu í Amsterdam um sjálfbærni í matvælaframleiðslu og hvernig mætti tryggja framtíð hennar á sem hagkvæmastan hátt. Málstofan var hluti af umræðuröðinni Nordic Talks, sem Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin standa fyrir.
Á vettvangi sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn fór fram árlegur fundur sendiráðsins með kjörræðismönnum Danmerkur ásamt kjörræðismönnum Tyrklands, Rúmeníu og Búlgaríu, en sendiráðið fer með fyrirsvar gagnvart þeim löndum. Í allt eru 15 kjörræðismenn starfandi í þessum fjórum löndum.
Í Osló fékk sendiráðið heimsókn frá fyrirtækinu Gen2 Energy sem stefnir að stórtækri framleiðslu á grænu vetni og er þessa dagana að koma upp framleiðslu- og flutningsstöðvum á fjórum stöðum í Noregi sem mun framleiða grænt vetni á stórum skala fyrir innlendan og erlendan markað.
Í Helsinki tók Reynir Þór Eggertsson, lektor í íslensku við háskólann í Helsinki, á móti Harald Aspelund, sendiherra Íslands í Finnlandi.
Þá var Sturla Sigurjónsson sendiherra Íslands í London, viðstaddur viðburð þar sem frumkvöðlar úr íslenska tölvuleikjageiranum komu saman og hittu fyrir fjárfesta í Bretlandi.
Í París bauð Unnur Orradóttir Ramette sendiherra til móttöku í embættisbústað sínum þar sem leikskáldinu Tyrfingi Tyrfingssyni var boðið, en verk hans hafa verið sett upp víða erlendis, þar á meðal í París.
Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, bæði í New York, og svo í mannréttindaráðinu í Genf, er svo nóg að gera að vanda.
At #HRC51 🇮🇸🇩🇰🇪🇪🇫🇮🇱🇻🇱🇹🇳🇴🇸🇪 welcomed the elections & peaceful transition of power in Somalia.
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) October 5, 2022
We encouraged the Government to adopt & implement sexual offenses legislation and reiterated our call for Somalia to ratify CEDAW. pic.twitter.com/gm12SQCm0p
#Humanrights = cornerstone of 🇮🇸 foreign policy
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) October 6, 2022
They "are universal and should be protected regardless of who we are, where we come from, what we believe in or whom we love." #UNGA77 #ThirdCommittee #SRHR #sexualityeducation #2030Agenda pic.twitter.com/zasdrCBwjY
Í Bandaríkjunum kíkti Bergdís Ellertsdóttir sendiherra í Washington, á viðburð Taste of Iceland.
Tonight the official kick off of #TasteOfIceland in #seattle 2022. Great Icelandic food by chef Bjarki & tasty cocktails by Tota. Exciting events in the next days. Check it Out here: https://t.co/NqMWSvg5UB. pic.twitter.com/GS6rc14Dyj
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) October 6, 2022
Þá var Davíð Logi Sigurðsson, sendifulltrúi, fulltrúi sendiráðs Íslands í Washington þegar ný bók White House History var gefin út, Official Residences, þar sem Bessastöðum bregður fyrir.
It was an honour and a pleasure to represent @IcelandInUS last night at a reception at #BlairHouse celebrating the publication of a new book by the @WhiteHouseHstry Association. Our very own #Bessastaðir is represented in the book! @PresidentISL @US_Protocol pic.twitter.com/pTB56cozyN
— Davíð Logi Sigurðsson (@DavidLogi) October 7, 2022
Í Kanada var vikan viðburðarík hjá Hlyni Guðjónssyni, sendiherra Íslands þar í landi.
Viðburðarík vika sem endaði með kosningu Íslands í morgun í aðalráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar sem er staðsett í Montréal. Ráðherra innviða @SigurdurIngiJ leiddi sendinefndina https://t.co/RTy2u75Wkf
— Hlynur Gudjonsson (@HlynurGudjons) October 1, 2022
Í Kína veitti Þórir Ibsen, Chamnarn Viravan, fyrrverandi ræðismanni Íslands í Bangkok, fálkaorðuna.
Honoured to present on behalf of the President of Iceland, the Knight’s Cross of the Order of the Falcon to Mr Chamnarn Viravan, retired Consul General of Iceland in Bangkok, for service to Icelanders and the relations between 🇮🇸Iceland and 🇹🇭 Thailand @PresidentISL @MFAIceland pic.twitter.com/FyIKQ8bDZN
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) October 7, 2022
Þar í landi hefur Þórir haft í nógu að snúast.
Had productive meetings on #Iceland 🇮🇸 Thailand 🇹🇭 good & long-standing bilateral relations, consular affairs & prospective of growing trade and people-to-people relations, with colleagues at Ministries of Foreign Affairs & of Commerce @olafursteph @Atvinnurekendur @MFAIceland pic.twitter.com/0rNmGewvkM
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) October 6, 2022
Fyrstu nemendur í sérstakri starfsþjálfun ungmenna í Mangochi útskrifuðust í vikunni en verkefnið er hluti af byggðaþróunarverkefni íslenskra stjórnvalda með héraðsyfirvöldum. Ungmennin komu víða að úr héraðinu og þau fá þjálfun í ýmiss konar handverki og gerð viðskiptaáætlana í þeim tilgangi að fjölga atvinnutækifærum þeirra.
Þá kvaddi sendiráðið tvo starfsmenn sína, þær Chiliritso Bertha Mzoma Gwaza og Ragnheiði Matthíasdóttur.
Í Kampala sagði okkar fólk frá afhendingu á almenningssalernum í Mutumba í Namayingo héraði. Nú hefur samfélagið aðgengi að ókeypis almenningssalernum, þar á meðal fyrir fatlað fólk.
Þá sögðum við einnig frá framlengdum fresti fyrir umsóknir í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs um þróunarsamvinnu í vikunni.
Við minnum að endingu á fréttaveitu okkar, Heimsljós.
Framundan í næstu viku er svo Hringborð norðurslóða - Arctic Circle, þar sem utanríkisþjónustan tekur að vanda virkan þátt.
Fleira var það ekki að sinni.
Bestu kveðjur frá upplýsingadeild.