Hoppa yfir valmynd
28. mars 2007 Dómsmálaráðuneytið

Auglýsing um greiðslur til sveitarfélaga vegna kosninga til Alþingis 12. maí 2007

Með 14. gr. laga nr. 162 21. desember 2006 var ákveðið að greiða skuli úr ríkissjóði kostnað sem sveitarfélög bera af kosningum til Alþingis við störf undirkjörstjórna og kjörstjórna, og fyrir kjörgögn, áhöld, húsnæði til kjörfunda og atkvæðiskassa, eins og rakið er í c-lið 123. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.

Með 14. gr. laga nr. 162 21. desember 2006 var ákveðið að greiða skuli úr ríkissjóði kostnað sem sveitarfélög bera af kosningum til Alþingis við störf undirkjörstjórna og kjörstjórna, og fyrir kjörgögn, áhöld, húsnæði til kjörfunda og atkvæðiskassa, eins og rakið er í c-lið 123. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.

Ákveðið hefur verið, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, að hafa ekki nein bein afskipti af skipulagningu sveitarfélaganna á framkvæmd kosninganna, þannig að þau munu vinna að framkvæmd kosninga til Alþingis hinn 12. maí 2007 eins og endranær.

Ríkissjóður hefur ákveðið að greiða fyrir þátt sveitarfélaganna við Alþingiskosningarnar sem hér greinir:

Fyrir hvern kjósanda á kjörskrá, eins og hún er í lok kjördags, 430 krónur, sbr. 2. mgr. 24. gr. og 4. mgr. 27. gr. laga nr. 24/2000.

Fyrir hvern kjörstað sem sveitarstjórn ákveður, 300.000 krónur, sbr. 1. mgr. 68. gr. laga nr. 24/2000.

Uppgjör á kostnaði sveitarfélaga vegna kosninganna, sem byggir á þessu gjaldalíkani, fer fram þegar dóms- og kirkjumálaráðuneytinu hafa borist upplýsingar um fjölda kjósenda á kjörskrá í lok kjördags og fjölda kjörstaða í hverju sveitarfélagi, staðfestar af kjörstjórn sveitarfélagsins.

Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 27. mars 2007.

Björn Bjarnason

Hjalti Zóphóníasson



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta