Styrkir til verkefna 2018
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til verkefna á málefnasviði ráðuneytisins.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitir árlega styrki til verkefna á vegum félaga, samtaka og einstaklinga. Í verkefnaúthlutun ráðuneytisins í ár voru 34,2 milljónir króna til ráðstöfunar. Heildarupphæð umsókna um verkefnastyrki nam rúmlega 150,5 milljónum króna.
Ákvörðun um úthlutun var að þessu sinni í höndum setts umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur.
Eftirfarandi umsækjendur og verkefni hlutu styrki fyrir árið 2018:
Nafn umsækjanda |
Heiti verkefnis |
Styrkveiting |
Blái herinn |
Hreinsun strandlengjunnar 2018 |
1.500.000 |
Brimnesskógar |
Endurheimt Brimnesskóga |
200.000 |
Efla hf. |
Losun gróðurhúsalofttegunda frá urðunarstöðum – rannsókn unnin í samstarfi við SÍS og Sorpurðun Vesturlands |
2.000.000 |
Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi |
Málþing um aðalskipulag með áherslu á umhverfis- og náttúruvernd |
300.000 |
Friður og frumkraftar |
Mosi - verkefni til verndar mosanum í Skaftáreldahrauni |
1.500.000 |
Fuglaathugunarstöð Suðausturlands |
Merkingar og talningar á fuglum |
850.000 |
Fuglaverndarfélag Íslands |
Kortlagning nýrra óðala arnarstofnsins |
300.000 |
Fuglaverndarfélag Íslands |
Lífríki Njarðvíkur við Borgarfjörð eystri |
500.000 |
Fuglaverndarfélag Íslands |
Aðalfundur BirdLife International |
150.000 |
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs |
Uppgræðsla á aflagðri malarnámu í Sandfellsklofa |
550.000 |
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs |
Vistvangur höfuðborgarsvæðisins |
800.000 |
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs |
LAND-NÁM - endurheimt birkiskóga suðvesturhornsins með skólaæskunni |
1.100.000 |
Gunnar Steinn Jónsson |
Gagnagrunnur um svifþörunga Þingvallavatns II |
800.000 |
Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis |
Grunnrannsókn á vistfræði Selvatns, Silungatjarnar og Krókatjarnar |
1.000.000 |
Hjólafærni á Íslandi |
Hjólum til framtíðar 2018 - ráðstefna í Evrópsku samgönguvikunni |
500.000 |
Kvenfélagasamband Íslands |
Vitundarvakning um fatasóun - Umhverfisdagar gegn sóun |
1.250.000 |
Landgræðslufélag Biskupstungna |
Stöðvun jarðvegseyðingar við Kjalveg hinn forna, Tjarnárbotnum |
650.000 |
Landssamtök skógareigenda |
Viðarmagnsúttekt á landsvísu |
1.500.000 |
Landvernd |
Bláfáninn |
1.000.000 |
Landvernd |
Loftslagsverkefni Landverndar |
1.500.000 |
Landvernd |
CARE - Græðum Ísland: Sjálfboðaliðaverkefni í landgræðslu |
600.000 |
Landvernd |
Hreinsum Ísland |
1.200.000 |
Landvernd |
Vistheimt með skólum á Íslandi |
1.740.000 |
Laxfiskar ehf |
Fjölstofna vöktun á útbreiðslu og atferli Þingvallaurriða með rafeindafiskmerkjum og síritandi skráningarstöðvum árið um kring í Þingvallavatni |
2.300.000 |
LÍSA samtök |
Erlent samstarf - ferðastykur |
320.000 |
Náttúrufræðistofa Kópavogs |
Vöktun á vistkerfum Þingvallavatns - vistkerfi strandbotnsins |
1.500.000 |
Náttúruverndarsamtök Íslands |
Málþing um súrnun sjávar |
230.000 |
Náttúruverndarsamtök Íslands |
Ferðastyrkur til að sækja 1. samningafund um gerð nýs samnings SÞ um verndun og nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika sjávar |
310.000 |
Náttúruverndarsamtök Íslands |
Ferðastyrkur til að sækja 24. þing aðildarríkja Rammasamnings SÞ í Katowice |
290.000 |
Plastlaus september |
Plastlaus september |
1.500.000 |
Samtök grænmetisæta á Íslan |
Veganúar – vitundarvakning um grænmetisfæði í janúar |
400.000 |
Skógræktarfélag Fnjóskdæla |
Uppbygging landgræðsluskógasvæðis á Hálsmelum fyrir ferðamenn |
800.000 |
Skógræktarfélag Íslands |
Opinn skógur - opnun skógarlundar í Barmahlið í Reykhólasveit |
1.300.000 |
Skógræktarfélag Íslands |
Þáttaka á fundi European Forest Network í Póllandi 2018 |
310.000 |
Umhverfissamtök Austur-Skaftafellssýslu |
Strandhreinsun |
300.000 |
Ungir umhverfissinnar |
Jafningjafræðsla í framhaldsskólum um umhverfismál |
400.000 |
Vistbyggðarráð |
Umhverfisvæn bygging í íslensku samhengi |
1.500.000 |
Þorvarður Árnason |
Sjónræn vöktun á hopi íslenskra jökla vegna hnattrænna loftslagsbreytinga |
550.000 |
Ævar Petersen |
Vetrarútbreiðsla og fæðuöflun lóma við Ísland |
700.000 |
Samtals |
34.200.000 |