Drög að frumvarpi til nýrra laga um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár
Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir til umsagnar drög að frumvarpi til nýrra laga um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár. Frumvarpið felur í sér innleiðingu í íslenskan rétt á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 um sama efni sem var tekin upp í EES-samninginn sl. haust. Frumvarpið er á þingmálaskrá 147. löggjafarþings og var stefnt að framlagningu þess á Alþingi í september 2017.
Umsagnir skal senda á [email protected] fyrir 1. nóvember nk.
Drög að frumvarpi um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár