Hoppa yfir valmynd
30. maí 2014 Dómsmálaráðuneytið

Upplýsingar um kjörstaði

Sveitarfélög auglýsa kjörstaði við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí og mörg þeirra birta einnig kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum. Kjörstaðir eru almennt opnir frá kl. 9 árdegis til kl. 22 að kvöldi en þó geta kjörstjórnir ákveðið að byrja síðar og hætta fyrr.

Innanríkisráðuneytið hefur safnað saman upplýsingum um kjörstaði og tengt í slíkar upplýsingar á vefsíðum sveitarfélaganna eftir því sem þær hafa borist.

Þá er rétt að minna á að þegar farið er inn á kjörskrá birtast í mörgum tilvikum upplýsingar um kjörstaði og kjördeildir. Rúmlega 30 sveitarfélög eru tengd kjörskrá með þeim hætti - og þar á meðal öll fjölmennustu sveitarfélög landsins. Hér er tengill á kjörskrá.

Hér á eftir fer listi yfir sveitarfélög landsins í stafrófsröð þar sem tengt er inn á kjörfundarupplýsingar á vefjum þeirra. Enn eru nokkur sveitarfélög ótengd, meðal annars vegna þess að upplýsingar hafa ekki birst á heimasíðum þeirra.

Akrahreppur. (Er ekki með vefsíðu)

Akraneskaupstaður

Akureyrarkaupstaður

Árneshreppur.  - Kjörstaður er í félagsheimilinu Árnesi og opnar kl. 10:30. Lokun er ekki tilgreind. 

Ásahreppur

Bláskógabyggð

Blönduósbær 

Bolungarvíkurkaupstaður

Borgarbyggð

Borgarfjarðarhreppur
Breiðdalshreppur
Dalabyggð
Dalvíkurbyggð
Djúpavogshreppur
Eyja- og Miklaholtshreppur
Eyjafjarðarsveit
Fjallabyggð
Fjarðabyggð
Fljótsdalshérað
Fljótsdalshreppur
Flóahreppur
Garðabær
Grindavíkurbær
Grímsnes- og Grafningshreppur
Grundarfjarðarbær
Grýtubakkahreppur
Hafnarfjarðarkaupstaður
Helgafellssveit.  - Kjörstaður verður í félagsheimilinu að Skildi og verður opið frá kl. 12-18.
Hrunamannahreppur
Húnavatnshreppur
Húnaþing vestra
Hvalfjarðarsveit
Hveragerðisbær
Hörgársveit
Ísafjarðarbær
Kaldrananeshreppur
Kjósarhreppur
Kópavogsbær
Langanesbyggð
Mosfellsbær
Mýrdalshreppur
Norðurþing
Rangárþing eystra
Rangárþing ytra
Reykhólahreppur
Reykjanesbær
Reykjavíkurborg
Sandgerðisbær
Seltjarnarnesbær
Seyðisfjarðarkaupstaður
Skaftárhreppur
Skagabyggð
Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Skorradalshreppur
Skútustaðahreppur. (Einn listi kjöri, sjálfkjörið)
Snæfellsbær
Strandabyggð
Stykkishólmsbær
Súðavíkurhreppur
Svalbarðshreppur
Svalbarðsstrandarhreppur
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Garður
Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Skagafjörður
Sveitarfélagið Skagaströnd
Sveitarfélagið Vogar
Sveitarfélagið Ölfus
Tálknafjarðarhreppur
Tjörneshreppur. (Einn listi í kjöri, sjálfkjörið)
Vestmannaeyjabær
Vesturbyggð. (Einn listi í kjöri, sjálfkjörið)
Vopnafjarðarhreppur
Þingeyjarsveit















Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta