Upplýsingar um kjörstaði
Sveitarfélög auglýsa kjörstaði við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí og mörg þeirra birta einnig kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum. Kjörstaðir eru almennt opnir frá kl. 9 árdegis til kl. 22 að kvöldi en þó geta kjörstjórnir ákveðið að byrja síðar og hætta fyrr.
Innanríkisráðuneytið hefur safnað saman upplýsingum um kjörstaði og tengt í slíkar upplýsingar á vefsíðum sveitarfélaganna eftir því sem þær hafa borist.
Þá er rétt að minna á að þegar farið er inn á kjörskrá birtast í mörgum tilvikum upplýsingar um kjörstaði og kjördeildir. Rúmlega 30 sveitarfélög eru tengd kjörskrá með þeim hætti - og þar á meðal öll fjölmennustu sveitarfélög landsins. Hér er tengill á kjörskrá.
Hér á eftir fer listi yfir sveitarfélög landsins í stafrófsröð þar sem tengt er inn á kjörfundarupplýsingar á vefjum þeirra. Enn eru nokkur sveitarfélög ótengd, meðal annars vegna þess að upplýsingar hafa ekki birst á heimasíðum þeirra.