Hoppa yfir valmynd
25. maí 2020

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 2020

Sendiráðið í Nýju Delhi vekur athygli á að utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 27. júní 2020 hefst þann 25. maí.

Tekið verður á móti kjósendum í sendiráði Íslands, 33 B, Dr. S. Radhakrishnan Marg, New Delhi 110021 alla miðvikudaga á milli kl. 10:00-15:00 og/eða samkvæmt samkomulagi. Vinsamlega bókið tíma hjá Kristínu Evu með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected]. Opið verður fyrir atkvæðagreiðslu fram til 26. júní.

Kjósendur eru hvattir til að koma tímalega á kjörstað í ár, þar sem að kjósendur þurfa eftir sem áður sjálfir að koma sínum atkvæðum á kjörstað á Íslandi og póstsendingar gætu tekið lengri tíma en vant er.

Kjósendur eru beðnir um að framvísa íslenskum persónuskilríkjum með mynd, þ.e. vegabréfi eða ökuskírteini. Athugið að sérstakar ráðstafanir eru gerðar á kjörstað til að minnka hættu á smiti vegna Covid-19 faraldursins.

Allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en 8 ár (talið frá 1. desember árið áður en kosningar eru haldnar) eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi. Þeir þurfa að vera orðnir 18 ára á kjördag og hafa einhvern tíma átt lögheimili á Íslandi.

Ef vafi leikur á því hvort kjósandi er skráður á kjörskrá á Íslandi, má ganga úr skugga um það í gegnum Þjóðskrá Íslands en einnig er að finna nánari upplýsingar um kosningarnar á heimsíðu Þjóðskrár.

Þeir sem vilja kjósa á ræðisskrifstofum er bent á að hafa samband beint við ræðismenn til að panta tíma.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta