Hoppa yfir valmynd
8. desember 2017 Forsætisráðuneytið, Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir alþjóðlega fornsagnaþingið

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að veita 6 millj. kr. af ráðstöfunarfé sínu til styrktar alþjóðlega forsagnaþinginu sem haldið verður í Reykjavík og Reykholti, dagana 12.-17. ágúst 2018, á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Snorrastofu í Reykholti. Þingið er stærsta ráðstefna á sviði íslenskra miðaldabókmennta í heiminum. Yfirskrift þingsins er Íslendinga sögur, en undir henni rúmast málstofur um hvaðeina sem snertir sögurnar, allt frá miðaldahandritum til myndasagna nútímans.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta