Ríkisstjórnin styrkir alþjóðlega fornsagnaþingið
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að veita 6 millj. kr. af ráðstöfunarfé sínu til styrktar alþjóðlega forsagnaþinginu sem haldið verður í Reykjavík og Reykholti, dagana 12.-17. ágúst 2018, á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Snorrastofu í Reykholti. Þingið er stærsta ráðstefna á sviði íslenskra miðaldabókmennta í heiminum. Yfirskrift þingsins er Íslendinga sögur, en undir henni rúmast málstofur um hvaðeina sem snertir sögurnar, allt frá miðaldahandritum til myndasagna nútímans.