Skýrsla lagastofnunar um samkeppnisreglur búvöruframleiðenda
Lagastofnun Háskóla Íslands hefur skilað skýrslu um undanþágur frá samkeppnisreglum er varða samstarf milli búvöruframleiðenda í ljósi EES-/ESB réttar.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gerði samning við Lagastofnun fyrr á árinu um verkefnið og er tilgangur hennar að veita yfirlit yfir lagareglur í landsrétti, EES- rétti og ESB-rétti, sem heimila framleiðendum búvara og samtökum þeirra að starfa saman á afmörkuðum sviðum og fela um leið í sér undanþágur frá almennum samkeppnisreglum.
Innan ráðuneytisins er nú unnið úr niðurstöðum skýrslunnar varðandi samkeppnisumhverfi landbúnaðarins.