Hoppa yfir valmynd
29. september 2014 Forsætisráðuneytið

Jón Frímann Jónsson - Umsögn um fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar

Góðan dag, 
Hérna er athugasemd mín við vinnu stjórnarskrárnefndar .

Kveðja,
Jón Frímann Jónsson

Athugasemd varðandi stjórnarskrá Íslands

Ég krefst þess að stjórnarskrárnefnd virði það atkvæði sem greidd voru um drög að nýrristjórnarskrá Íslands árið 2012. Samkvæmt vinnu stjórnlagaráðs árið 2011, og án þeirra breytingasem Alþingi gerði á þeirri vinnu eftir að vinnu stjórnlagaráðs lauk. Þeirra breytinga sem ekki varðalögfræðileg atriði, eða verið að skýra og skerpa á atriðum er varða lögfræðilega hluti í stjórnarskráÍslands, án þess að breyta inntaki þeira ákvæða sem löguð eru.

Núverandi vinna stjórnlagaráðs er blekking og móðgun við íslenska kjósendur, þar sem nú þegar erbúið að kjósa um nýja íslenska stjórnarskrá sem mundi hæfa hvaða nútíma-ríki sem er í heiminum.Það ber að mótmæla þeim útúrsnúningi og blekkingum sem höfuð eru uppi í þessu máli af hálfuSjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, enda eru þetta þeir stjórnmálaflokkar sem hvað mestgræða á því skipulagi sem er núna verið að viðhalda með núverandi stjórnarskrá frá árinu 1944. Þaðer því ljóst að allir þeir sem eru tengdir þessum tveim stjórnmálaflokkum eru sjálfkrafa vanhæfir tilþess að fjalla um málið í heild sinni. Allir þeir eru skipaðir á þeirra vegum eru einnig vanhæfir tilþessa að fjalla um stjórnarskrá Íslands vegna þeirrar hagsmuna sem þessir tveir stjórnmálaflokkarhafa af núverandi skipulagi mála.

Það er einnig krafa mín sem kjósanda að vægi atkvæða á Íslandi verði allstaðar jafnt. Núverandiskipulag er eingöngu gert til þess að ýta undir óheiðarleg stjórnmál, klíkuskap, spillingu og það beröllum heiðarlegum mönnum að koma í veg fyrir slíkt á Íslandi. Lýðræðisríki þrífast ekki efhagsmunir hinna fáu og ríku fá að ráða hagsmunum almennings. Slíkt gengur ekki og mun eingönguala af sér misrétti innan þjóðfélagsins, auk fátæktar og annara hluta sem eru óhollir öllumlýðræðisríkjum í heimum og er Ísland þar ekki undanskilið.

Þeirri stjórnarskrárnefnd sem núna situr ber að krefjast þess að ný stjórnarskrá verði sett á Íslandisamkvæmt upprunalegri vinnu stjórnlagaráðs árið 2011 án nokkura breytinga[1].

Tengd gögn: 

http://www.stjornlagarad.is/ 
http://www.stjornlagarad.is/other_files/stjornlagarad/Frumvarp_med_skyringum.pdf 
http://www.althingi.is/altext/140/s/0003.html

Útskýring 1: Eingöngu eru heimilar breytingar er varða orðalagsbreytingar í stjórnarskránni vegnalögfræðilegra atriða ef þörf er á slíku. Án þess þó að breyta inntaki stjórnarskrárinnar eða tilgangiþeirrar greina eða orða sem breytt er.

Undirskrift
Jón Frímann Jónsson
Kt: 160780-4369

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta