Hoppa yfir valmynd
18. maí 2007 Innviðaráðuneytið

Fjallað um fjármögnun samgöngumannvirkja

Þriðji fundur samgönguráðs um stefnumótun í samgöngum verður haldinn fimmtudaginn 24. maí kl. 15 til 17 á Grand hóteli í Reykjavík. Fjallað verður um fjármögnun samgöngumannvirkja.

Þrír fyrirlesarar munu fjalla um efnið: Astrid Fortun frá norsku Vegagerðinni fjallar um fjármögnun samgöngumannvirkja í Noregi, veggjöld og einkaframkvæmd, Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsis, ræðir um fjármögnun samgöngumannvirkja hérlendis og Stefán Jón Friðriksson, viðskiptafræðingur hjá fjármálaráðuneytinu, greinir frá áliti nefndar samgönguráðherra um einkaframkvæmdir í samgöngum. Að framsöguerindum loknum gefst tækifæri til umræðna og fyrirspurna.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku á netfangið [email protected] eigi síðar en kl. 12 miðvikudaginn 23. maí.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta