Hoppa yfir valmynd
29. ágúst 2019

Sendiherra afhendir konungi trúnaðarbréf

Sendiherra afhendir konungi trúnaðarbréf - myndHåkon Mosvold Larsen / NTB scanpix

Ingibjörg Davíðsdóttir afhenti í dag Haraldi V Noregskonungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Noregi. Afhendingarathöfnin fór fram í konungshöllinni í Osló. Við athöfnina fór Noregskonungur hlýjum orðum um vinatengsl Íslands og Noregs og var rætt meðal annars um sameiginlegan menningararf ríkjanna, norrænt samstarf, ferðamennsku, viðskipta og efnahagsmál, útivist og sjósund. Í lok samtals óskaði sendiherra konungi til hamingju með brúðkaupsafmælið, en konungshjónin eiga 51 árs brúðkaupsafmæli í dag.

Í umdæmi sendiráðsins eru auk Noregs eftirtalin ríki: Egyptaland, Grikkland, Íran og Pakistan.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta