Embætti forstöðumanns Rannsóknamiðstöðvar Íslands
Menntamálaráðherra hefur skipað Hallgrím Jónasson, framkvæmdastjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem forstöðumann Rannsóknamiðstöðvar Íslands.
Hallgrímur er fæddur 17. apríl 1952. Hann lauk B.Sc. í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1977, B.Sc.hon. í jarðefnafræði árið 1978 og M.Sc. í jarðverkfræði frá Durham University árið 1981.
Hallgrímur hóf störf hjá Iðntæknistofnun árið 1980 og var forstjóri hennar 1992-2007. Frá 1. ágúst 2007 hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri fyrir erlend samskipti og viðskiptaþróun hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.