Slysabætur almannatrygginga og sjúkradagpeningar hækka
Bætur slysatrygginga almannatrygginga og sjúkradagpeningar hækka um áramótin samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra. Samkvæmt reglugerðinni sem Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, gaf út í dag hækka fjárhæðir slysatryggingabóta almannatrygginga um 9,6% frá 1. janúar 2009. Sama máli gegnir um sjúkradagpeninga sem hækka um 9,6% frá áramótum.