Gjaldskrárbreytingar í heilbrigðisþjónustunni
Tvær reglugerðir um komugjöld í heilbrigðisþjónustunni tóku gildi um áramótin, önnur gildir fyrir sjúkratryggða og hin fyrir þá sem eru ósjúkratryggðir.
Engar breytingar eru gerða á komugjöldum í heilsugæslunni á dagvinnutíma og breytingar til hækkunar eru fyrst og fremst tilkomnar vegna verðlagsbreytinga. Nýtt gjald verðu innheimt vegna innlagnar á sjúkrahús, þó ekki vegna innlagnar á fæðingardeild, og er almenna gjaldið sex þúsund krónur.
Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára, sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris greiða þrjú þúsund krónur en börn yngri en 18 ára og börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð 504/1997 greiða ekkert.
Þegar sjúkratryggður einstaklingur á aldrinum 18 - 70 ára hefur greitt. 25.000 krónur á sama almanaksári vegna heimsókna á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis, vitjana lækna, innlagna á sjúkrahús, koma á slysadeild, göngudeild, dagdeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa, koma til sérfræðilækna utan sjúkrahúsa og til sérfræðilækna á göngudeild sjúkrahúsa, rannsókna á rannsóknastofum, geisla- og myndgreininga og beinþéttnimælinga skal hann eiga rétt á afsláttarskírteini. Börn undir 18 ára aldri með sama fjölskyldunúmer samkvæmt skilgreiningu Þjóðskrár skulu teljast einn einstaklingur. Þegar greiddar hafa verið á sama almanaksári kr. 8.100 vegna koma barna undir 18 ára aldri í sömu fjölskyldu til sérfræðilækna utan sjúkrahúsa, vitjana lækna, rannsókna á rannsóknastofum, geisla- og myndgreininga og beinþéttnimælinga, eiga forsjármenn barnanna rétt á afsláttarskírteini vegna þeirra.
Þegar ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar og ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, hafa greitt kr. 6.100 á sama almanaksári vegna heimsókna á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis, vitjana lækna, innlagna á sjúkrahús, koma á slysadeild, göngudeild, dagdeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa, koma til sérfræðilækna utan sjúkrahúsa og til sérfræðilækna á göngudeild sjúkrahúsa, rannsókna á rannsóknastofu,
Sjá nánar:
- Reglugerð nr. 1204/2008 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu
- Reglugerð nr. 1206/2008 um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna
ATH. reglugerðirnar eru á vef Stjórnartíðinda og opnast í nýjum glugga.