Hoppa yfir valmynd
9. janúar 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Sameiningu heilbrigðisstofnana fagnað

Sameining heilbrigðisstofnana á Vesturlandi skapar sóknarfæri til að þróa heilsugæsluna. Þetta kemur fram í ályktun starfsfólks á heilsugæslustöðinni í Ólafsvík. Starfsfólki Heilsugæslustöðvar Ólafsvíkur voru kynnt sameiningaráformin í heilbrigðisþjónustunni á Vesturlandi sem kynnt voru í fyrradag á reglubundnum starfsmannafundi og sendu frá sér svohljóðandi ályktun að fundi loknum: “Starfsfólk Heilsugæslustöðvar Ólafsvíkur fagnar þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra að sameina átta stofnanir í Heilbrigðisstofnun Vesturlands í stað fimm eins og áður var áætlað. Þetta skapar sóknarfæri til þróunar heilsugæslunnar í Snæfellsbæ í samvinnu við öflugt sjúkrahús á Akranesi. Við fögnum þeim möguleikum sem þetta skapar og væntum þátttöku í því starfi sem framundan er.”



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta