Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Hert eftirlit með lyfjaávísunum

Með tilkomu lyfjagagnagrunns Landlæknis hefur eftirlit með lyfjaávísunum verið hert. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu Möller á Alþingi.

Þingmaðurinn spurði Guðlaug Þór Þórðarson, m.a. um ætlaða gagnsemi lyfjagagngrunnsins en frumtilgangur hins persónugreinanlega gagnagrunns var að hindra að fólk misnotaði og færi sér að voða með ávanabindandi lyfjum. Í máli ráðherra kom m.a. fram að með hjálp lyfjagagnagrunnsins hafi eftirlit verið hert og gögnin notuð til að hindra óeðlilega notkun. Nefndi ráðherra í þessu sambandi notkun Contalgins (morfín) en mjög hefur dregið úr notkun þess hjá notendum yngri en fertugum. Þykir þetta benda til að misnotkun lyfsins hafi minnkað.

Svar heilbrigðisráðherra er á vef Alþingis (Ath. vefur Alþingis opnast í nýjum glugga)

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta