Sálgæsla í efnahagskreppu
Starfshópur sérfræðinga á að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um það hvernig best má verjast fylgifiskum efnahagskreppu á sálfélagslega sviðinu. Starfshópinn skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, en hlutverk hans er fyrst og fremst að koma með fyrstu tillögur um sálfélagsleg viðbrögð við efnahagsástandinu og verði þar horft til reynslu annarra þjóða. Hópurinn mun hafa viðtækt samráð við ýmsa aðila um tillögugerðina. Meðal þess sem hópnum er sérstaklega ætlað að gera er að fara yfir viðbrögð finnskra heilbrigðisyfirvalda sem þau gripu til þegar efnahagkreppa reið þar yfir á 10. áratug liðinnar aldar og setja fram tillögur um hvernig íslensk heilbrigðisyfirvöld geta nýtt þessa reynslu til aðgerða hér.
Starfshópinn skipa:
Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir á Landspítala, formaður,
Matthías Halldórsson, landlæknir,
Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur á Landspítala,
Guðný Eydal, dósent við félagsráðgjafadeild H.Í.,
Guðrún Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.
Með starfshópnum starfar Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.