Hoppa yfir valmynd
4. október 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Rauði krossinn opnar fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd

Úr miðstöðinni í Borgartúni. - myndMynd: Rauði krossinn

Rauði krossinn á Íslandi hefur að beiðni stjórnvalda opnað fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Er það gert vegna mikillar fjölgunar á komu flóttafólks til landsins, meðal annars vegna átakanna í Úkraínu, samhliða skorti á íbúðarhúsnæði fyrir flóttafólk. Gert er ráð fyrir að fólk gisti í fjöldahjálparstöðinni í takmarkaðan tíma og fari þaðan í önnur húsnæðisúrræði.

Fjöldahjálparstöðin verður staðsett í herbergjum í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni. Húsnæðið er á nokkrum hæðum og þykir henta verkefninu vel. Gert er ráð fyrir sérstakri aðstöðu fyrir fjölskyldufólk.

Rauði krossinn á Íslandi gegnir stoðhlutverki við stjórnvöld í almannavörnum og hlutverk félagsins felst meðal annars í opnun og starfrækslu fjöldahjálparstöðva. Það er því Rauði krossinn sem sér um og rekur fjöldahjálparstöðina í Borgartúni en í nánu samstarfi við Vinnumálastofnun, sem þjónustar umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sem fer með málaflokkinn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta