Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2023

Hringborðsumræður um samstarf Íslands og Indlands í grænni orku.

Haldnar voru sérstakar hringborðsumræður 23. nóvember um samstarf Íslands og Indlands í grænni og endurnýjanlegri orku, innan ramma Norræn-baltnesku viðskiptasamkomunnar. Kristinn Ingi Lárusson yfirmaður markaðsmála Carbfix, Tómas Hansson forstjóri Geotropy-fyrirtækisins og Bjarni Richter frá ÍSOR kynntu verkefni sín ásamt indverskum samstarfsaðilum, ONGC og Oil India. Benedikt Höskuldsson loftslagsfulltrúi stjórnaði fundi ásamt Kamal Bali, Chairman CII Southern Region. Guðni Bragason sendiherra flutti inngangsorð. Fundarmenn hvöttu til aukinnar samvinnu í þágu loftslagsmarkmiða beggja ríkjanna.

Mynd: Kamal Bali, forstjóri CII Southern Region, ásamt  Guðna Bragasyni sendiherra og Benedikt Höskuldssyni sérstökum loftslagsfulltrúa. Á meðal þátttakenda: Tómas Hansson forstjóri Geotropy, Rahul Chongtham viðskiptafulltrúi, Kristín Anna Tryggvadóttir staðgengill sh., Edda Björk Ragnarsdóttir yfirmaður viðskiptaþróunar Carbfix, Guðni Bragason sendiherra, Benedikt Höskuldsson sérstakur loftslagsfulltrúi, Kristinn Ingi Lárusson yfirmaður markaðsmála Carbfix og Bjarni Richter yfirmaður markaðsmála frá ÍSOR.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta