Söguboltinn rúllar áfram
Sem hvatningu fyrir lesendur á grunnskólaaldri skipuleggur mennta- og menningarmálaráðuneyti sumarlestrarleik með góðri hjálp frá Menntamálastofnun, KSÍ, samtökunum Heimili og skóli, SFA og íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Sú lestrarhvatning er framhald Söguboltans, verkefnis sem skipulagt var í tengslum við þátttöku karlalandsliðsins í heimsmeistaramótinu í júní en þar voru tvinnaðar saman tvær ástríður landsmanna – fótbolta og bókmenntir. Söguboltaþættina má finna á vef KrakkaRÚV.
Það er auðvelt að taka þátt í Sögubolta-leiknum. Aðeins þarf að leysa verkefnin á þátttökublaðinu og senda mynd af því útfylltu til Menntamálastofnunar, á netfangið [email protected] fyrir 15. ágúst nk. Þátttökublaðinu verður dreift með Fréttablaðinu laugardaginn 7. júlí en það er einnig aðgengilegt á heimasíðu Menntamálastofnunar, mms.is.