Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2021 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Byggðasafn Árnesinga stækkar: 25 milljóna kr. styrkur

Búðarstígur 22 verður hluti af starfsemi Byggðasafns Árnesinga, einskonar hjarta safnsins og mun þjóna fjölbreyttu hlutverki.. - mynd

Unnið er að stækkun húsakynna fyrir Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka og á dögunum skrifaði Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarráðherra undir samning við safnið um 25 milljóna kr. styrk vegna kaupa og framkvæmda þess við hús að Búðarstíg 22, stundum kallað Alpanhúsið.

„Þessar framkvæmdir fela í sér að leyst verður úr margra ára húsnæðisvanda safnsins sem meðal annars býr við mikil þrengsli í núverandi geymslum. Bætt aðstaða mun gera safninu kleift að varðveita, rannsaka, forverja og sýna menningararf Árnesinga við bestu skilyrði sem völ er á,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Búðarstígur 22 verður hluti af starfsemi Byggðasafns Árnesinga, einskonar hjarta safnsins og mun þjóna fjölbreyttu sýningahaldi í Húsinu, Kirkjubæ, Eggjaskúrnum og Sjóminjasafninu á Eyrarbakka.
Stefnt er að verklokum framkvæmdanna í vor. Þjóðminjasafn Íslands mun einnig leigja aðstöðu í geymslum byggðasafnsins fyrir stærri muni sína.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta