Hoppa yfir valmynd
1. desember 2005 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-október 2005: Greinargerð 1. desember 2005

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-október 2005 (PDF 76K)

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu tíu mánuði ársins liggur nú fyrir. Í september var bókfærður 56,8 milljarða króna söluhagnaður og 5,6 milljarða fjármagnstekjuskattur, bæði sem gjöld og tekjur, vegna sölu á hlutabréfum ríkissjóðs í Landssíma Íslands hf. en ekki var áætlað fyrir þessum liðum í fjárlögum. Samkvæmt uppgjörinu er breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 20,3 milljarða króna á tímabilinu, sem er 39,2 milljarði betri útkoma heldur en áætlað var. Útkoman er 23 milljörðum betri en á sama tíma í fyrra. Milli ára hækka tekjurnar um 107,9 milljarða, á meðan að gjöldin hækka um 23,3 milljarða. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 68,7 milljarða króna miðað við 6,4 milljarða í fyrra. Fjármunahreyfingar eru jákvæðar um 48,4 milljarða. Þar munar mestu um 66 milljarða sölu Landssímans, en á móti vegur að 32 milljarðar af söluandvirðinu eru ávaxtaðar hjá Seðlabanka Íslands skv. sérstöku samkomulagi.

Heildartekjur ríkissjóðs námu ríflega 336,6 milljörðum króna og hækkuðu um 107,9 milljarða frá sama tíma í fyrra, eða 47,2%. Þar af skýrir fyrrnefnd sala Landssímans um 62,4 milljarða. Skatttekjur ríkissjóðs námu um 256,9 milljörðum króna og jukust um 20,8% frá fyrra ári. Á sama tíma hækkaði almennt verðlag um 4% þannig að skatttekjur jukust að raungildi um 16,2%.

Skattar á tekjur og hagnað námu ríflega 82 milljörðum króna á tímabilinu og jukust um 15,1 milljarða frá sama tíma í fyrra. Þar af jókst innheimta tekjuskatta einstaklinga um 10% en tekjuskattur lögaðila um 11%. Innheimta tekna af fjármagnstekjuskatti var ríflega 18,6 milljarðar og jókst um 99% frá fyrra ári en stóran hluta hennar má skýra með fjármagnstekjuskatti af söluandvirði Landssímans. Innheimta tryggingagjalda nam tæplega 26,3 milljörðum króna sem er 15,6% aukning frá sama tíma í fyrra. Til samanburðar má geta þess að launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 6,7% á þessu tímabili. Innheimta eignarskatta jókst töluvert á milli ára, eða um 30,3% að raungildi en sú aukning endurspeglar að mestu aukna innheimtu stimpilgjalda. Aðrar rekstrartekjur námu ríflega 21,4 milljörðum króna og jukust um 5,8 milljarða milli ára sem skýrist einkum af arðgreiðslum frá Landssímanum hf. og sektargreiðslum olíufélaganna.

Þróun almennra veltuskatta og þá sérstaklega virðisaukaskattsins gefur góða mynd af þróun eftirspurnar í hagkerfinu en samanlagt hafa almennir veltuskattar hækkað um 19,6% frá fyrra ári, eða sem nemur um 15% að raungildi. Þar munar mest um 20,2% meiri innheimtu tekna af virðisaukaskatti frá fyrra ári sem jafngildir 15,6% raunhækkun. Auk þess skila vörugjöld af ökutækjum umtalsvert meiri tekjum en í fyrra eða 68,9% en á fyrstu tíu mánuðum ársins hefur innflutningur bifreiða aukist um 60% frá fyrra ári. Að öllu samanlögðu gefur þessi þróun vísbendingu um að lítið lát virðist vera á almennri eftirspurn í hagkerfinu.

Greidd gjöld námu 256,6 milljörðum króna og hækka um 23,3 milljarða frá fyrra ári, en þar af skýrast 5,6 milljarðar af gjaldfærslu fjármagnstekjuskatt af söluhagnaði Símans og 5 milljarðar af hækkun vaxtagreiðslna þar sem stór flokkur spariskírteina kom til innlausnar í apríl. Að þessum tveimur liðum frátöldum hækka gjöldin um 12,7 milljarða eða 5,4% milli ára. Útgjöld til félagsmála, þ.e. vegna almannatrygginga, fræðslu- og heilbrigðismála, vega langþyngst í útgjöldum ríkissjóðs, eða 162 milljarðar sem er ⅔ af heildargjöldunum. Þar kemur fram 10,7 milljarða króna hækkun milli ára, eða 7%. Innan málaflokksins munar mest um hækkun til heilbrigðismála, 4,2 milljarða og 3,7 milljarða vegna fræðslumála sem er 16,5% hækkun milli ára. Greiðslur til almannatrygginga hækka hins vegar minna, eða um 2,1 milljarða frá því í fyrra. Hækkun annarra málaflokka er mun minni og í heild lækka greiðslur til atvinnumála um 1,2 milljarð, sem skýrist einkum af lægri greiðslum vegna samgöngumála.

Lánahreyfingar. Afborganir lána námu 61,6 milljörðum og skiptast þannig að 47,5 milljarðar eru vegna afborgana erlendra lána og 14,1 milljarðar vegna spariskírteina. Lántökur námu 9 milljörðum króna og eru í formi ríkisvíxla og ríkisbréfa. Lántökur lækka samtals um 21 milljarða króna milli ára. Þá voru 3,3 milljarðar greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar sjóðsins. Handbært fé ríkissjóðs hækkaði um 12,9 milljarða frá áramótum fram til septemberloka

 

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar - október 2005

Í milljónum króna

 

2001

2002

2003

2004

2005

Innheimtar tekjur................................................

181.449

190.965

211.559

228.745

336.643

Greidd gjöld.......................................................

182.678

202.110

218.708

233.304

256.585

Tekjujöfnuður...................................................

-1.229

-11.145

-7.149

-4.558

80.058

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. ............

-3

-3.252

-12.013

0

-58.033

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda..

-2.167

-2.136

23

1.710

-1.731

Handbært fé frá rekstri.................................

-3.399

-16.533

-19.139

-2.848

20.294

Fjármunahreyfingar.......................................

1.284

9.188

20.614

9.273

48.377

Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................

-2.115

-7.345

1.475

6.425

68.671

Afborganir lána..............................................

-22.294

-28.558

-30.654

-30.856

-61.557

   Innanlands....................................................

-7

-10.598

-18.204

-5.678

-14.064

   Erlendis.........................................................

-14.804

-17.960

-12.450

-25.178

-47.493

Greiðslur til LSR og LH.................................

-11.250

-7.500

-6.250

-6.250

-3.300

Lánsfjárjöfnuður. brúttó................................

-35.659

-43.403

-35.429

-30.680

3.814

Lántökur............................................................

64.106

43.465

27.439

30.408

9.048

   Innanlands....................................................

12.282

11.368

22.225

13.136

9.048

   Erlendis........................................................

51.824

32.097

5.214

17.272

-

Greiðsluafkoma ríkissjóðs............................

28.447

62

-7.989

-272

12.862

 

Tekjur ríkissjóðs janúar – október 2005

 

Í milljónum króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2003

2004

2005

2002

2003

2004

2005

Skatttekjur í heild.............................

185.079

212.683

256.856

 

3,3

6,3

14,9

20,8

   Skattar á tekjur og hagnað............

55.853

66.918

82.044

 

2,1

2,5

19,8

22,6

     Tekjuskattur einstaklinga...............

44.434

49.957

54.966

 

7,9

5,0

12,4

10,0

     Tekjuskattur lögaðila......................

3.363

7.600

8.437

 

-40,4

-28,2

126,0

11,0

     Skattur á fjármagnstekjur o.fl.........

8.056

9.361

18.641

 

18,7

7,1

16,2

99,1

  Tryggingagjöld................................

20.586

22.705

26.258

 

7,6

10,4

10,3

15,6

  Eignarskattar...................................

7.107

8.945

12.114

 

0,4

-15,9

25,9

35,4

  Skattar á vöru og þjónustu............

100.998

113.759

136.017

 

3,4

9,8

12,6

19,6

     Virðisaukaskattur...........................

67.255

76.016

91.389

 

5,6

9,3

13,0

20,2

 Aðrir óbeinir skattar...........................

33.743

37.743

44.628

 

-0,8

10,9

11,9

18,2

       Þar af:

 

 

 

 

 

 

 

 

       Vörugjöld af ökutækjum...............

3.718

5.095

8.605

 

-8,0

54,8

37,0

68,9

       Vörugjöld af bensíni.....................

6.388

7.135

7.468

 

-0,3

1,8

11,7

4,7

       Þungaskattur...............................

3.958

4.664

3.949

 

-3,1

3,4

17,8

-15,3

       Áfengisgjald og tóbaksgjald.........

8.178

8.429

8.948

 

0,0

16,3

3,1

6,2

       Annað..........................................

11.501

12.419

15.658

 

0,9

5,5

8,0

26,1

Aðrir skattar......................................

536

357

423

 

6,4

4,3

-33,4

18,5

Aðrar tekjur.......................................

26.479

16.061

79.787

 

31,5

57,1

-39,3

396,8

Tekjur alls.........................................

211.559

228.745

336.643

 

5,2

10,8

8,1

47,2

 

Gjöld ríkissjóðs janúar – október 2005

 

 Í milljónum króna

 

Breyting frá fyrra ári. %

 

2003

2004

2005

2002

2003

2004

2005

Almenn mál.....................................

22.534

24.161

25.349

 

18,0

2,2

7,2

4,9

Almenn opinber mál.........................

12.409

13.152

13.988

 

15,5

0,5

6,0

6,4

Löggæsla og öryggismál..................

10.124

11.009

11.360

 

21,2

4,3

8,7

3,2

Félagsmál........................................

140.042

151.655

162.328

 

12,4

12,7

8,3

7,0

Þar af:

 

 

 

 

 

 

 

 

          Fræðslu- og menningamál...

28.545

32.537

35.993

 

   11,9

    8,2

  14,0

  10,6

          Heilbrigðismál.........................

57.638

61.760

65.942

 

13,7

12,1

7,2

6,8

          Almannatryggingamál.............

45.731

48.403

50.547

 

11,0

16,9

5,8

4,4

Atvinnumál......................................

33.197

35.658

34.484

 

3,7

10,1

7,4

-3,3

Þar af:

 

 

 

 

 

 

 

 

          Landbúnaðarmál....................

9.280

9.546

9.514

 

4,1

1,8

2,9

-0,3

          Samgöngumál........................

15.852

17.428

16.450

 

4,2

16,9

9,9

-5,6

Vaxtagreiðslur.................................

12.895

11.863

16.825

 

6,7

-24,0

-8,0

41,8

Aðrar greiðslur................................

10.041

9.978

17.599

 

3,2

15,6

-0,6

76,4

Greiðslur alls...................................

218.708

233.314

256.585

 

10,6

8,2

6,7

10,0

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta