Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2023 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Þórdís Kolbrún stýrði fundi norrænna fjármálaráðherra

Þórdís Kolbrún á fundi norrænna fjármálaráðherra í Brussel í dag.  - myndMynd/Jónas Haraldsson

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, stýrði í dag fundi norrænna fjármálaráðherra í Brussel. Há verðbólga og framleiðniþróun í norrænu ríkjunum voru meðal áherslumála á fundi ráðherranna.

Norðurlöndin hafa ekki farið varhluta af hækkun verðbólgu á alþjóðavísu. Mismunandi er eftir löndum hvaða þættir hafa helst stuðlað að hækkun verðbólgunnar, en í flestum Norðurlandanna virðist toppnum hafa verið náð síðastliðinn vetur. Ræddu ráðherranir um áherslumál í efnahagsmálum í ljósi þessarar þróunar og annarra áhættuþátta, svo sem áhrifa vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.

„Það er mikilvægt að við ræðum sameiginlegar áskoranir Norðurlanda á sviði ríkisfjármála og efnahagsmála og hvernig ríkin geta stutt hvert annað í aðgerðum sem styrkja langtímavöxt og auka samkeppnishæfni Norðurlanda,“ sagði fjármála- og efnahagsráðherra á fundinum.

Ráðherrarnir ræddu jafnframt á fundi sínum um hvernig Norðurlöndin gætu saman, og hvert í sínu lagi stuðlað að aukningu framleiðnivaxtar í ríkjunum. Til grundvallar umræðunni var nýleg úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, og ráðleggingar hennar, sem kynntar voru á fundinum. Þó að framleiðni sé mikil á Norðurlöndunum hefur hún aukist hægar undanfarin ár en áður og mikilvægt að snúa þeirri þróun við.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta