Hoppa yfir valmynd
18. september 2014 Utanríkisráðuneytið

Aðalfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins lokið

Aðalfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem haldinn var í Slóveníu dagana 15.-18. september, lauk í dag. Meðal þeirra mála sem afgreidd voru á fundinum var kvóti fyrir frumbyggjaveiðar Grænlendinga, en ráðið hafði lagst gegn þessum veiðum á seinasta fundi sínum árið 2012. Samkvæmt niðurstöðu ráðsins mega Grænlendingar veiða árlega næstu fjögur árin 19 langreyðar, 176 hrefnur, 2 norðhvali og 10 hnúfubaka.

ESB greindi ráðinu frá yfirlýsingu sem stjórnvöldum á Íslandi var afhent fyrr í þessari viku þar sem hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni var mótmælt. Ísland undirstrikaði að veiðarnar væru sjálfbærar og í samræmi við veiðiráðgjöf sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar og úttektir vísindanefnda Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins (NAMMCO) og Alþjóðahvalveiðiráðsins.

Ísland lýsti vonbrigðum sínum með að tímabundið bann við hvalveiðum “moratorium” sem tók gildi árið 1986, hefði enn ekki verið endurskoðað. Slík endurskoðun hefði átt að fara fram eigi síðar en árið 1990 en það hefði ekki hlotið stuðning innan ráðsins síðan. Niðurstöður rannsókna sýna að margir hvalastofnar hafa þegar náð þeirri stærð að nýta megi þá á sjálfbæran hátt.

Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti fór fyrir sendinefnd Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta