Hoppa yfir valmynd
31. maí 2012 Atvinnuvegaráðuneytið

Drög að reglugerð um varmaorkumæla til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um varmaorkumæla. Umsagnafrestur er til 15. júní næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið [email protected].

Í reglugerðardrögunum er mælt fyrir um þau skilyrði sem varmaorkumælar þurfa að uppfylla svo þá megi selja og taka í notkun hjá dreifiveitum í því skyni að nota þá sem sölumæla fyrir heitt vatn. Drögin kveða einnig á um gildistíma og eftirlit með mælum í notkun til þess að tryggja réttar mælingar.

Reglugerðardrögin byggjast á samræmdum evrópskum reglum sem gilda um slík mælitæki. Drögin eru hliðstæð gildandi reglum sem settar hafa verið með reglugerðum ráðuneytisins, sbr. til dæmis reglugerð nr. 1061/2008, um mælifræðilegt eftirlit með raforkumælum. Þó skal bent á að drögin leyfa einnig notkun breyttra varmaorkumæla hér á landi. Þetta er gert að ósk hitaveitna sem hafa bent á nauðsyn vegna sérstakra aðstæðna hér á landi þar sem að jarðhiti er notaður til húshitunar og sölumælingar eru gerðar með varmaorkumælum en ekki með vatnsmælum fyrir rúmmál.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta