Framlög ríkisins til stjórnmálaflokka 2010-2013
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um greiðslur ríkisins til stjórnmálasamtaka árin 2010 -2013.
Um framlögin gilda lög nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra.
Greiðslur til stjórnmálasamtaka eru samkvæmt ákvörðun fjárlaga hverju sinni. Þetta framlag fer til stjórnmálasamtaka sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörinn á þing eða náð 2,5% atkvæða. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í næstliðnum kosningum.
Greiðslur frá alþingiskosningum 2009 hafa skipst á stjórmálasamtök eins og hér segir en greiðsla ársins fer fram í byrjun árs:
Flokkur | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | Samtals |
---|---|---|---|---|---|
Framsóknarflokkur |
50.928.474
|
46.315.223
|
44.929.724
|
44.138.011
|
186.311.433
|
Sjálfstæðisflokkur |
81.582.272
|
74.192.308
|
71.972.880
|
70.704.635
|
298.452.095
|
Frjálslyndi flokkurinn |
-
|
-
|
-
|
-
|
-
|
Borgarahreyfingin -þjóðin á þing |
24.856.567
|
22.604.985
|
21.928.768
|
21.542.358
|
90.932.678
|
Lýðræðishreyfingin |
-
|
-
|
-
|
-
|
-
|
Samfylkingin |
102.518.859
|
93.232.397
|
90.443.394
|
88.849.678
|
375.044.329
|
Vinstrihreyfingin -grænt framboð |
74.613.828
|
67.855.087
|
65.825.234
|
64.665.318
|
272.959.466
|
Samtals |
334.500.000
|
304.200.000
|
295.100.000
|
289.900.000
|
1.223.700.000
|
Til viðbótar þessum greiðslum er árlegt framlag til þingflokka, einnig samkvæmt ákvörðun fjárlaga hverju sinni. Það framlag skiptist þannig að greidd er jafnt einingaverð fyrir hvern þingmann, eitt einingaverð fyrir hvern þingflokk og tólf einingaverð til flokka sem standa utan ríkisstjórnar og skiptist það jafnt á milli þeirra. Skrifstofa Alþingis sér um útgreiðslur á þeim fjárlagalið.
Á árinu 2010 var bætt inn í lögin heimildarákvæði um að stjórnmálasamtök sem bjóði fram í öllum kjördæmum í kosningum til Alþingis geti að loknum kosningum sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði til að mæta útlögðum kostnaði við kosningabaráttu, að hámarki 3 millj.kr. Á þetta mun reyna nú í fyrsta sinn í kjölfar nýliðinna alþingiskosninga og mun innanríkisráðuneytið setja verklagsreglur og hafa yfirumsjón með þessum styrkjum.
- Framlög til stjórnmálasamtaka 2010-2013 (PDF 20 KB)