Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki sem veittir eru úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vegna samstarfsverkefna í þróunarríkjum.
Hefur fyrirtæki þitt áhuga á að leggja sitt af mörkum til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og á sama tíma sækjast eftir nýjum viðskiptatækifærum og aukinni
samkeppnishæfni? Samstarfssjóðurinn skapar ný tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf.
Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífsins til þróunarsamvinnu. Sjóðurinn er opinn fyrir umsóknum frá skráðum fyrirtækjum. Markmiðið er að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum. Sérstök áhersla er lögð á atvinnusköpun kvenna og jákvæð umhverfisáhrif verkefna.
Lista yfir gjaldgeng samstarfslönd er að finna á vefsíðu sjóðsins www.utn.is/samstarfssjodur.
Umsóknir þurfa að berast í gegnum miðlæga þjónustugátt hins opinbera: www.island.is/samstarfssjodur fyrir lok 30. apríl 2021.
Fyrirspurnir um sjóðinn skal senda á netfangið [email protected] eigi síðar en 23. apríl.
Allar nánari upplýsingar og verklagsreglur á www.utn.is/samstarfssjodur.