Hoppa yfir valmynd
11. september 2019

María Erla Marelsdóttir afhendir trúnaðarbréf

Í dag afhenti María Erla Marelsdóttir sendiherra, forseta Þýskalands trúnaðarbréf sitt og er þar með nýr sendiherra Íslands í Þýskalandi.

María Erla var áður starfandi sem yfirmaður deildar þróunarmála og sendiherra gagnvart nokkrum afríkuríkjum með aðsetur í Reykjavík. Þess má geta að María Erla er fyrsta konan til þess að gegna stöðu sendiherra Íslands í Þýskalandi, en hún gegndi áður stöðu varamanns sendiherra þegar sendiráðið flutti frá Bonn í núverandi húsnæði í Berlín árið 1999 og síðan í sendiráði Íslands í Stokkhólmi. Við bjóðum Maríu Erlu hjartanlega velkomna til starfa í Berlín!

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta