Hoppa yfir valmynd
18. febrúar 2011 Innviðaráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

Ræddi um vatnsveitur og vatnsauðlindina á aðalfundi Samorku

Vatnsveitur og vatnsauðlindin var umræðuefni Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á aðalfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja í dag. Ráðherra lagði í máli sínu áherslu á að vatnsveitur og vatnsauðlindir yrðu í eiganrhaldi almennings reknar í þágu almannahags.

Samorka - aðalfundur 18. febrúar
Samorka - aðalfundur 18. febrúar

<p>Vatnsveitur og vatnsauðlindin var umræðuefni Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á aðalfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja í dag. Ráðherra lagði í máli sínu áherslu á að vatnsveitur og vatnsauðlindir yrðu í eiganrhaldi almennings reknar í þágu almannahags.</p>

Auk erindis innanríkisráðherra flutti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ávarp og Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, flutti erindi um hlutverk veitufyritækja, þjónustu þeirra, arðsemi og afkomu.

Ögmundur fór í upphafi máls síns yfir nokkra sögulega áfanga í vatns- og virkjunarmálum Íslendinga og minnti á lagasetningar í því sambandi, allt frá fossalögum árið 1907, vatnalögum árið 1923, vatnsveitulögunum frrá 2004 og vatnalögum 2006, sem ekki hafa enn komið til framkvæmda, en í undirbúningi eru breytingar á þeim lögum. Ráðherra mátaði þessa þróun inn í alþjóðlegt samhengi og sagði þróun á eignarhaldi á vatnsauðlindinni hafa verið ólíka í Evrópu og Ameríku. Vestan hafs hefði eignarhald og markaðsvæðing þróast undir sterkri reglusetningu en í Evrópu hefði verið farin önnur leið og þess freistað að tryggja almannahag í gegnum eignarhald. Á undanförnum tveimur áratugum hefði hins vegar molnað undan þeirri stefnu í Evrópu að byggja á eignarhaldi almennings. Gagnstæða þróun væri svo að finna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sem allar götur frá 2002 hefðu skilgreint vatn sem grundvallarmannréttindi sem öll önnur réttindi hvíldu á. ,,Hvaða réttindi og lög skyldu það vera”, spurði innanríkisráherra og vísaði til þess að vatnið væri takmörkið auðlind. ,,Þar hljóta eignarréttindi að vera meðtalin”, svaraði hann eigin spurningu.   

Ráðherra sagði brýnt að almennar veitustofnanir ynnu með almannahagsmuni í huga en ekki gróðasjónarmið og sagði hann Íslendinga eiga að beita sér fyrir þróun í þá átt í samstarfi þjóða. Hann sagði margt gott hafa verið unnið á vegum Samorku undanfarin ár og að sem Íslendingur og þjóðfélagsþegn vildi hann sjá að fyrirtækin hefðu almannahag að leiðarljósi og að horfa yrði á þessa auðlind út frá sjónarhorni samfélagshagsmuna einvörðungu en ekki út frá sjónarhorni markaðsafla.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta