Hoppa yfir valmynd
9. október 2020 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Yfirlit styrkja til staðbundinna fjölmiðla

Mennta- og menningarmálaráðherra ákvað hinn 1. september sl. að veita staðbundnum fjölmiðlum utan höfuðborgarsvæðisins styrk úr byggðaáætlun. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að veita árlega 5 milljónum kr. til að efla staðbundna fjölmiðla, samtals 25 milljónum kr. á fimm árum.

„Staðbundnir fjölmiðlar tryggja aðgengi almennings að upplýsingum um samfélagsmál í sínu nærumhverfi og styðja þannig við lýðræðisþátttöku og menningarstarf með mikilvægum hætti,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Auglýst var eftir styrkjum í júlí og bárust alls 11 umsóknir. Allir umsækjendur eru skráðir fjölmiðlar hjá fjölmiðlanefnd og hafa þeir staðið að reglubundinni útgáfu á þessu ári og umfjöllunarefni og fréttir eru að jafnaði frá afmörkuðu landsvæði. Allar umsóknir voru því teknar til greina.

Eftirtaldir fjölmiðlar hlutu styrk að upphæð 455.000 kr. hver:

Ásprent Stíll
Björt útgáfa
Eyjasýn
N4
Prentmet Oddi
Skessuhorn
Steinprent
Tunnan prentþjónusta
Úr vör
Útgáfufélag Austurlands
Víkurfréttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta