Hoppa yfir valmynd
6. maí 2019 Innviðaráðuneytið

Ný og endurbætt upplýsingagátt Jöfnunarsjóðs

Forsíða upplýsingagáttar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - mynd

Ný og endurbætt upplýsingagátt Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur verið tekin í notkun en hún veitir aðgang að tölfræðiupplýsingum um framlög sjóðsins. Vefsvæðið hefur verið fært í nýtt útlit og þá hefur gögnum um framlög fyrir málefni fatlaðra verið bætt við.

Á vefsvæðinu er hægt að skoða og bera saman framlög sjóðsins eftir landsvæðum og sveitarfélögum aftur til ársins 2013. Upplýsingagáttin byggir á forritinu PowerBI sem gerir notendum kleift að skoða gögn á gagnvirkan, sjónrænan og aðgengilegan hátt. Markmiðið er að gera framlögum Jöfnunarsjóðs skil á aðgengilegri máta en áður og auðvelda notendum að gera samanburð og afla sér greinargóðra upplýsinga um málaflokkinn.

Vefsvæði Jöfnunarsjóðs með tölfræðiupplýsingum um framlög sjóðsins

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta