Hoppa yfir valmynd
14. desember 2004 Innviðaráðuneytið

Opnað fyrir umferð á nýjum vegi yfir Kolgrafafjörð

Samgönguráðherra var fyrstur til að aka yfir Kolgrafafjörð.

Samgönguráðherra ekur yfir Kolgrafafjörð
HPIM1745

Um er að ræða mikið mannvirki sem lengi hefur verið beðið, en með nýjum vegi er Snæfellsnes nú eitt þjónustu og atvinnusvæði.

Nýi vegurinn styttir ekki einungis leiðina milli Grundarfjarðar og Stykkishólms um 7 kílómetra, heldur eykur hann öryggi vegfarenda sem nú eiga kost á því að aka Snæfellsnesið á láglendisvegi.

Nýja mannvirkið yfir Kolgrafafjörð er liður í því að bæta samgöngur, auka umferðaröryggi og auka straum innlendra og erlendra ferðamanna á Snæfellsnesi. Næsta skref í þá átt verður að leggja Útnesveg í gegnum Þjóðgarðinn sem hefur sjálfan Snæfellsjökul í miðju sinni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta