Hoppa yfir valmynd
18. janúar 2005 Heilbrigðisráðuneytið

LSH: Ríkisstjórnin heimilar hönnunarsamkeppni

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LSH) að auglýsa hönnunarsamkeppni um deiliskipulag á svæði LSH við Hringbraut og að vinna áfram að frekari undirbúningi að byggingu nýs spítala. Framkvæmdasýsla ríkisins mun á morgun senda tilkynningu fyrir hönd LSH til birtingar á Evrópska efnahagssvæðinu vegna keppninnar. Gert er ráð fyrir forvali þar sem fimm til sjö hönnunarhópar verða valdir til keppninnar. Hin eiginlega keppni hefst í febrúar og er áætlað að niðurstöður hennar verði kynntar í september.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta