Starfshópur kannar gleraugnakostnað barna
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að meta þörfina á þátttöku ríkisins í gleraugnakostnaði barna og ungmenna yngri en 18 ára. Þriggja manna starfshópnum er nánar tiltekið ætlað að meta kostnað og skila ráðherra tillögum til úrbóta eigi síðar en í maí á þessu ári. Í starfshópnum sitja eftirtaldir: Guðmundur Viggósson, yfirlæknir, Guðrún Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri, og Hrönn Ottósdóttir, viðskiptafræðingur.