Ekki ástæða til aðgerða vegna rannsókna
Samkeppnisráð sér ekki ástæðu til að aðhafast vegna samnings Heilsugæslunnar í Reykjavík og Rannsóknarstofnunar Landspítala-háskólasjúkrahúss um rannsóknarþjónustu. Það var Rannsóknastofan í Mjódd sem óskaði eftir að Samkeppnisstofnun tæki til athugunar flutning rannsókna frá heilsugæslustöðvum til Rannsóknarstofnunar Landspítala – háskólasjúkrahúss (RLSH) og samninga sem undirritaðir hefðu verið í því sambandi. Niðurstaðan af athugun samkeppnisyfirvalda varð sú að starfsemi Rannsóknastofnunar LSH sem hér um ræðir teljist ekki í frjálsri samkeppni við aðrar rannsóknarstofur og því sé ekki ástæða til að aðhafast vegna samningsins við hana.
Niðurstaða Samkeppnisráðs: