Afhending trúnaðarbréfs í Bangladesh
Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra í sendiráði Íslands í Nýju Delí, Indlandi, afhenti trúnaðarbréf sitt í Bangladesh þann 27.júní síðastliðinn við hátíðlega athöfn. Forseti Bangladesh, Abdul Hamid veitti því viðtöku og í kjölfarið áttu þeir viðræður um samskipti ríkjanna, sem er m.a. á vettvangi sjávarútvegsmála. Þá ræddi sendiherra einnig við utanríkisráðherra landsins, Abdul Momen. Lýsti ráðherrann þar yfir áhyggjum af þróun loftlagsbreytinga og hvatti Ísland til dáða sem formennskuríki í Norðurskautsráðinu.
Íbúafjöldi Bangladesh er 160 milljónir, en tugir milljóna starfa erlendis sem farandverkamenn. Fátækt er mikil í landinu, en hagvöxtur hefur verið 7-8% hin síðustu ár.