Málþing um íslenskar og norskar norðurslóðarannsóknir á Akureyri
Málþing um íslenskar og norskar norðurslóðarannsóknir verður haldið í Háskólanum á Akureyri 12. - 13. nóvember 2012 í hátíðarsal háskólans. Máliþingið, In Northern Mists: Understanding the Past, Predicting the Future – Icelandic and Norwegian Contributions to Arctic Researches, er haldið í tengslum við samning um aukið vísindasamstarf Íslands og Noregs á sviði norðurslóðafræða, sem utanríkisráðherrar Íslands og Noregs, Össur Skarphéðinsson og Jonas Gahr Støre undirrituðu á síðasta ári.
Að málþinginu standa utanríkisráðuneyti Íslands og Noregs, í samstarfi við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, CICERO - Center for International Climate and Environmental Research, Háskólann á Akureyri og Norsk Institutt for Naturforskning.
Aðstoðarutanríkisráðherra Noregs, Torgeir Larsen, og Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, munu setja málþingið sem hefst kl. 14:00 mánudaginn 12. nóvember í hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Í framhaldi munu íslenskir og norskir vísindamenn fjalla um rannsóknir sínar á norðurslóðum. Málþingið fer fram á ensku og er öllum opið.
Slóð á dagskrá málþingsins.