Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 2019 Forsætisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Rannsóknir efldar á ritmenningu miðalda

Við undirritun samstarfsyfirlýsingar í Reykholti - mynd

Verkefninu „Ritmenning íslenskra miðalda“ var formlega hleypt af stokkunum í dag. Þar er um að ræða verkefni til fimm ára en meginmarkið þess er að efla rannsóknir sem tengjast þeim stöðum á Íslandi þar sem ritmenning blómstraði á miðöldum. Rannsóknir þessar munu m.a. tengjast fornleifafræði, sagnfræði, textafræði og bókmenntafræði. Tilefni þessa er að nú eru 75 ár liðin frá stofnun lýðveldis á Íslandi.

Af þessu tilefni var undirrituð samstarfsyfirlýsing forsætisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Snorrastofu. Fór undirritunin fram í Reykholti í Borgarfirði þar sem Snorrastofa er starfrækt sem menningar- og miðaldasetur. Dagleg umsýsla með framvindu verkefnisins verður í höndum Snorrastofu.

Stefnt er að því að veita 35 milljónir kr. til þessa verkefnis í fimm ár frá og með árinu 2020. Mennta- og menningarmálaráðuneyti, sem fer með yfirstjórn þess, mun auglýsa eftir umsóknum um styrki og skipa úthlutunarnefnd þegar þær liggja fyrir. Úthlutunarnefndin gerir tillögur um úthlutun, í samstarfi við Rannís, til ráðherra mennta- og menningarmála sem tekur ákvörðun um úthlutun styrkja að höfðu samráði við forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra.

 

Samstarfsyfirlýsingin


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta