Trúnaðarbréf afhent í Lettlandi
Sendiherra afhenti í dag Egils Levits forseta Lettlands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn í Riga. Á fundi eftir afhendinguna var rætt traust samskipti þjóðanna og þakkaði forsetinn Íslandi fyrir að viðurkenna sjálfstæðið fyrst allra. Hann sagði að þakklætið væri enn þá ofarlega í huga almennings, þremur áratugum síðar. Hann sagði að þetta skref hafi verið afar mikilvægt í baráttunni fyrir frelsi og lýðræði almennt og vísaði sérstaklega í þá ógn sem heimurinn standi frammi fyrir í dag.
Forsetinn hlakkaði til að koma til Íslands í næstu viku í fyrsta sinn ásamt forsetum Eystrasaltsríkjanna þar sem hann mun hitta íslenska ráðamenn og fulltrúa Letta á Íslandi. Hann þakkaði Íslandi fyrir gott samstarf og stuðning á alþjóðavettvangi og nefndi að Lettland tæki við af Íslandi í formennsku Evrópuráðsins.
Að lokum voru rædd vaxandi viðskiptum milli ríkjanna og sameiginlegur áhugi á að vinna að auknum viðskiptum í framtíðinni.