Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 2012

Efnahagsbatinn æ skýrari

Horfur eru á nokkru meiri hagvexti í ár en Seðlabankinn spáði  í maí segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í dag. Þá gerði Seðlabankinn ráð fyrir 2,6% hagvexti á árinu en áætlar nú að hann verði  3,1%.  Bankinn hefur einnig breytt spá sinni um hagvöxt fyrir næstu tvö ár og gerir nú ráð fyrir 3,4% hagvexti árið 2014 í stað 2,7%.
 Verðbólguhorfur á næsta ári og árið 2014 eru svipaðar eða lægri. Þá hefur batinn á vinnumarkaði einnig reynst meiri en spáð var. „Efnahagsbandinn verður því æ skýrari. Erlend efnahagsframvinda er þó enn tvísýn, m.a. vegna fjármálakreppunnar í Evrópu, sem veldur sem fyrr óvissu um innlendar efnahags- og verðbólguhorfur. Engu að síður segir í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar að verðbólguhorfur til næstu tveggja ár hafi batnað frá síðasta fundi nefnarinnar sem skýrist að mestu leyti af gengishækkun krónunnar.

Minni verðbólga en nokkur óvissa

Íslandsbanki leggur út af ákvörðun Seðlabankans um óbreytta stýrivexti og segir m.a. í Morgunkorni 22. ágúst: „Búast þeir þar með við að verðbólgan haldi áfram að hjaðna og verði komin í rúm 3% á seinni hluta næsta árs. Verðbólgan verður þó ekki í grennd við verðbólgumarkmið bankans fyrr en í lok árs 2014 sem er svipað og spáð var í maí. Segir í skýrslu bankans að óvissa um þetta sé mikil, og gæti verðbólga hjaðnað hraðar eða hægar, en þar ræður gengisþróun krónunnar miklu.“
Óróleiki á erlendum fjármálamörkuðum getur sett efnahagsbatann innanlands í uppnám en að mati Íslandsbanka gæti  það leitt til meiri slaka í hagkerfinu en nú er. Það gæti að sínu leyti leitt til minni verðbólgu.
Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra segir í viðtali við Fréttablaðið 22. ágúst að þjóðinni miði vel áfram „ en það eru tvísýnir tímar í alþjóðaefnahagsumhverfinu og við verðum að vona það besta. Það er stærsta óveðursskýið sem ég kem auga á. Að öðru leyti er okkur engin vorkunn að rífa okkur upp úr þessu.“

Efnahagsbati og væntingar

Til þess er tekið af Seðlabankanum að atvinnuleysi hafi minnkað hraðar en ætlað var og horfur betri. Reiknar bankinn með að árið 2014 verði atvinnuleysið 4,4 prósent eða hálfu prósentustigi minna það árið en gert var ráð fyrir í maí síðastliðnum.
Efnahagsbatinn endurspeglast í væntingum fólks. Væntingavísitala Capacent Gallup hefur hækkað fjóra mánuði í röð og mælist nú 84,4 stig og hefur ekki verið hærri síðan í maí 2008.  Flestar undirvísitölur væntingavísitölunnar hækka frá fyrri mánuði sem bendir til þess að Íslendingar telji horfur bjartari en áður í atvinnu- og efnahagslífi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta